Innlent

Allir úr lífshættu eftir slysið í Hnífsdal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bolungarvíkurgöng Hnífsdalsmegin. Til hægri má sjá gamla Óshlíðarveginn.
Bolungarvíkurgöng Hnífsdalsmegin. Til hægri má sjá gamla Óshlíðarveginn. Wikicommons
Enginn þeirra þriggja sem voru í bíl sem lenti á ljósastaur og valt í Hnífsdal á föstudagskvöld er lengur í lífshættu. Tveir voru útskrifaðir af Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á laugardagsmorgun en sá þriðji fór í aðgerð á höfði eftir sjúkraflug til Reykjavíkur. Sá er úr lífshættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi af hálfu lögreglunnar á Vestfjörðum og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ekki eru frekari upplýsingar veittar en þær að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum eftir að hún kom út úr Bolungarvíkurgöngum. Hafnaði hún á ljósastaur og valt í það minnsta eina veltu.

Ökumaður var í bílnum auk tveggja farþega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×