Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 11:55 Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við glampa sem benti til þess að skyttan væri með sig í sigtinu. Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, kvikmyndatökumanni hjá Ríkissjónvarpinu, varð heldur betur brugðið þegar hann varð var við að leiser-geisli var á sér, glampa sem hann sá frá þakinu sem benti eindregið til þess að hann væri í miði leyniskyttu. Þetta var þegar Vilhjálmur var við störf sín; að mynda komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna þegar hann var hér í heimsókn í síðustu viku.Varð ekki um sel þegar hann varð var við geislann Að sögn Vilhjálms Þórs stóð þetta í um tvær og hálfa sekúndu. Hann var sér þegar meðvitaður um að hann var í sigtinu enda aðstæður þannig, leyniskyttur á þökum gráar fyrir járnum. Viðbúnaður og öryggisgæsla vegna Pence var veruleg. Vilhjálmur segir, í samtali við Vísi, að hann hafi eiginlega verið hissa á sjálfum sér, hvernig hann tók þessu. „Ég hef lent í ýmsu en mér fannst þetta full mikið af því góða. Já, ég var bara hræddur. Ég get ekkert orðað það öðruvísi,“ segir Vilhjálmur Þór.Innan RUV veltir fólk fyrir sér hvað skuli til bragðs taka í framhaldinu.Vísir/VilhelmHann segir geislann hafa borist af hússins hvar Advania hefur bækistöðvar sínar, gegnt Höfða þar sem Pence hitti íslenska ráðamenn.Íslenskur byssumaður á ferð Málið er litið alvarlegum augum innan RÚV og þá er það til athugunar hjá Blaðamannafélagi Íslands. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur einkum haft með málið að gera innan RÚV. Hann segir að málið sé í skoðun og það eigi eftir að fara yfir það með skrifstofustjóra RÚV ohf. „Það gefur augaleið að við værum ekki að skoða málið nema af því að okkur finnst þetta óþægilegt og erum ekki alveg kát með þetta,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Hann segir að eftir því sem þau komast næst þá var um íslenskan lögreglumann að ræða en ekki bandarískan leyniþjónustumann. Ríkisútvarpið hefur sent fyrirspurn vegna málsins til ríkilögreglustjóra og þar var fyrir svörum Jón Bjartmars. Hann vísar til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingatækja og vopna sem gilda í þessu tilfelli sem öðrum. Jón segir þær reglur hafi verið birtar og megi nálgast á vefnum. Þá bendir hann á að vilji menn kvarta undan störfum lögreglu skuli beina slíku til sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Starfsmenn RÚV eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig slíkt erindi, til þeirrar nefndar, verður útbúið. Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Lögreglan Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Vilhjálmi Þór Guðmundssyni, kvikmyndatökumanni hjá Ríkissjónvarpinu, varð heldur betur brugðið þegar hann varð var við að leiser-geisli var á sér, glampa sem hann sá frá þakinu sem benti eindregið til þess að hann væri í miði leyniskyttu. Þetta var þegar Vilhjálmur var við störf sín; að mynda komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna þegar hann var hér í heimsókn í síðustu viku.Varð ekki um sel þegar hann varð var við geislann Að sögn Vilhjálms Þórs stóð þetta í um tvær og hálfa sekúndu. Hann var sér þegar meðvitaður um að hann var í sigtinu enda aðstæður þannig, leyniskyttur á þökum gráar fyrir járnum. Viðbúnaður og öryggisgæsla vegna Pence var veruleg. Vilhjálmur segir, í samtali við Vísi, að hann hafi eiginlega verið hissa á sjálfum sér, hvernig hann tók þessu. „Ég hef lent í ýmsu en mér fannst þetta full mikið af því góða. Já, ég var bara hræddur. Ég get ekkert orðað það öðruvísi,“ segir Vilhjálmur Þór.Innan RUV veltir fólk fyrir sér hvað skuli til bragðs taka í framhaldinu.Vísir/VilhelmHann segir geislann hafa borist af hússins hvar Advania hefur bækistöðvar sínar, gegnt Höfða þar sem Pence hitti íslenska ráðamenn.Íslenskur byssumaður á ferð Málið er litið alvarlegum augum innan RÚV og þá er það til athugunar hjá Blaðamannafélagi Íslands. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri hefur einkum haft með málið að gera innan RÚV. Hann segir að málið sé í skoðun og það eigi eftir að fara yfir það með skrifstofustjóra RÚV ohf. „Það gefur augaleið að við værum ekki að skoða málið nema af því að okkur finnst þetta óþægilegt og erum ekki alveg kát með þetta,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Hann segir að eftir því sem þau komast næst þá var um íslenskan lögreglumann að ræða en ekki bandarískan leyniþjónustumann. Ríkisútvarpið hefur sent fyrirspurn vegna málsins til ríkilögreglustjóra og þar var fyrir svörum Jón Bjartmars. Hann vísar til reglna um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingatækja og vopna sem gilda í þessu tilfelli sem öðrum. Jón segir þær reglur hafi verið birtar og megi nálgast á vefnum. Þá bendir hann á að vilji menn kvarta undan störfum lögreglu skuli beina slíku til sérstakrar nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Starfsmenn RÚV eru nú að velta því fyrir sér hvort og hvernig slíkt erindi, til þeirrar nefndar, verður útbúið.
Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Lögreglan Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira