„Þú mátt kalla mig herra þinn“ Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2019 10:12 Ekki eru allir jafn kátir með boðsbréfið sem Smári McCarthy sýndi á Facebooksíðu sinni. Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30 Alþingi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Ýmsum þykir þéringar alþingismanna skjóta skökku við og vera jafnvel til skammar. Smári McCarty fagnar því á Facebooksíðu sinni að fá boðsbréf um að í dag verði þing sett. Og birtir bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem þetta er áréttað: „Hinn 2. september 2019 var gefið út forsetabréf þar sem forseti Íslands ákvað, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 10. september 2019.“ Þá segir í bréfinu: „Hér með er yður boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Alþingi sett að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13:30.“ Allt er þetta í samræmi við hefðir en á Facebooksíðu Smára eru ýmsir á því að þessi þéring skjóti skökku við og séu jafnvel hinar ógeðfelldustu. „Sumum kann að virðast það smáatriði en þessi þéríng þarna er mjög ljót og óviðkunnanleg,“ segir Illugi Jökulsson rithöfundur. „Ég nenni ekki að setja hér á fyrirlestur um hugmyndafræði þéringa, en það er til skammar að Alþingi skuli viðhalda þessu yfirlæti. Endilega fáið Rögnu Árnadóttur til að hætta þessum ósmekklegheitum.“ Ræðan sem Illugi nennir ekki að setja á vísar líklega til þess að áður fyrr þúuðu flestir embættismenn á Íslandi almúgamenn, en gerðu hins vegar þá kröfu að þeir sjálfir væru þéraðir og ávarpaðir „rétt“. Í þessu birtist sú hugmyndafræði að þó embættismenn og stjórnmálamenn þykist á tyllidögum vera þjónar almennings þá er það sýndarmennska. Þessir hópar telja sig hátt yfir almenning hafinn; og sannarlega engir þjónar þegar til kastanna kemur heldur þvert á móti. Eins og segir í meðfylgjandi vísu:Sælir verið þér, séra minn,sagði ég við biskupinn.Aftur kvað við ansa hinn:Þú átt að kalla mig herra þinn.Illugi er ekki einn um að lýsa yfir skömm sinni á þessari hefð. Til að mynda leggur Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir orð í belg á Facebooksíðu Smára og segir að hún fagni þingsetningunni en henni verði beinlínis óglatt vegna þessa yfirstéttarbrags. Vísir verður með þingsetninguna í beinni útsendingu en hún hefst klukkan 13:30
Alþingi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira