Efast um trúverðugleika kosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 17:34 AP/Rahmat Gul Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“ Afganistan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“
Afganistan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira