Efast um trúverðugleika kosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 17:34 AP/Rahmat Gul Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“ Afganistan Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“
Afganistan Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira