Efast um trúverðugleika kosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 17:34 AP/Rahmat Gul Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“ Afganistan Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“
Afganistan Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira