Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 17:54 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. Vísir/Stefán Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira