Slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins og undirbúa aðgerðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 17:54 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. Vísir/Stefán Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Stjórn og samninganefnd blaðamannafélags Íslands hittist á tveimur fundum í dag en þar var samþykkt að slíta viðræðunum við Samtök atvinnulífsins í framhaldi af tilboði sem SA lagði fram á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum en samningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót en í byrjun júní var ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að tilboðið hefði verið með öllu óviðunandi. Þar hefði ekki verið að finna neitt af áhersluatriðum sem blaðamannafélagið sett fram. „Því er okkar nauðugur einn kostur að slíta viðræðum og hefja undirbúning aðgerða. Það er nú nauðvörn sem launafólk í þessu landi hefur til þess að tryggja það að það njóti sambærilegra kjara og bóta og aðrir í þessu samfélagi.“Hverjar eru helstu kröfurnar?„Það eru kröfur sem lúta að séraðstæðum blaðamanna, það eru launaflokkatilfærslur. Við erum ekki að fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið í þessu. Við erum að aðlaga þann ramma að aðstæðum blaðamanna, það hefur ekki verið neinn grundvöllur fyrir því, því miður.“Í þessu tilboði sem Samtök atvinnulífsins buðu ykkur í gær, var það langt frá því að vera ásættanlegt?„Þetta er svo langt frá að það hefði verið hægt að leggja þetta fram deginum eftir að samningur við iðnaðarmenn voru undirritaðir vegna þess að þetta er bara „copy paste“ af því. Við erum búin að ræða saman í fimm mánuði síðan án þess að nokkuð af okkar áhersluatriðum skiluðu sér í þetta tilboð. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og fullkomlega óskiljanlegt að samninganefnd atvinnulífsins skuli koma fram með þessum hætti og að hún beri ekki meiri virðingu fyrir blaðamönnum annars vegar og hagsmunum þeirra fyrirtækja sem þeir eru umbjóðendur fyrir, það er með ólíkindum og ég hef nú verið þrjátíu ár í þessum bransa,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira