Fótbolti

Afþakkaði boð um að verða yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carlos Puyol.
Carlos Puyol. vísir/getty
Fyrrum fyrirliði Barcelona, Carlos Puyol, hafnaði boði Barcelona um að verða yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Spænsku meistararnir höfðu samband við hinn 41 árs Puyol en hann hætti sem leikmaður árið 2014. Þá fór hann í vinnu hjá félaginu en hætti í henni árið 2015.

Í sumar hætti Pep Segura, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, og leita þeir því af nýjum manni en Puyol sagði nei takk.

„Eftir að hafa íhugað þetta vel og lengi ákvað ég að samþykkja ekki tilboð félagsins. Þetta var ekki auðveld ákvörðun því ég hef alltaf hugsað að snúa aftur heim,“ skrifaði Puyol á Twitter.







„Nokkur verkefni sem ég er nú þegar í gera það að verkum að ég get ekki lagt alla mína vinnu í þessa stöðu sem hún á skilið.“

Ernesto Valverde, stjóri Börsunga, er sagður undir pressu en byrjun Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið er sú versta í 25 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×