Tímamótaverkefni Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 27. september 2019 07:00 Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm og samkeppnishæf. Og við viljum að hún verði í sátt við land og þjóð, hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og virði þolmörk áfangastaða. Leiðarljósin eru fleiri en öll bera þau að sama brunni sjálfbærrar þróunar. Framtíðarsýnin og leiðarljósin voru unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er ekki endilega sjálfgefið að þessir aðilar séu sammála um hvert beri að stefna og því er gleðilegt að góður samhljómur var um niðurstöðuna. Til að mæla árangurinn höfum við sett niður ákveðin markmið um árleg útgjöld ferðamanna, viðhorf Íslendinga til greinarinnar, einkunnagjöf gesta okkar (svokallað meðmælaskor) og virka álagsstýringu á áfangastöðum. En það er ekki nóg að vita hvert við viljum fara. Við þurfum líka að hafa áreiðanlegt og ítarlegt mat á því hvar við erum stödd. Og þar kemur Jafnvægisásinn til sögunnar. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er umfangsmikil úttekt á því hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart sjálfbærri nýtingu. Hún er því eins konar „Hafró-skýrsla“ fyrir ferðaþjónustuna, með þeim fyrirvara að þetta er að sjálfsögðu fyrsta útgáfa sem á eftir að þróa og bæta á komandi árum. Mat hefur verið lagt á yfir sextíu mælikvarða sem spanna efnahagslífið, samfélagið og náttúruna. Í þessu felst ekki bara tala eða einkunn heldur líka mat á því hvort viðkomandi mælikvarði sé undir eða yfir þolmörkum. Vel á annað hundrað manns komu að þessu verkefni undir verkstjórn verkfræðistofunnar EFLU og ég vil þakka öllum fyrir metnaðarfullt starf. Hér eru komin þýðingarmikil stjórntæki fyrir atvinnugreinina sem tryggja að sú vinna sem er fram undan skili okkur áfram veginn, í átt að settu marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í dag verða kynnt tvö tímamótaverkefni í ferðaþjónustu sem mikil vinna hefur verið lögð í á undanförnum mánuðum og misserum: Framtíðarsýn og Jafnvægisás. Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til ársins 2030 segir okkur hvert við viljum stefna með þessa undirstöðuatvinnugrein. Svarið er skýrt: Við viljum að ferðaþjónustan verði leiðandi í sjálfbærri þróun. Við viljum að hún verði arðsöm og samkeppnishæf. Og við viljum að hún verði í sátt við land og þjóð, hafi jákvæð áhrif á nærsamfélagið og virði þolmörk áfangastaða. Leiðarljósin eru fleiri en öll bera þau að sama brunni sjálfbærrar þróunar. Framtíðarsýnin og leiðarljósin voru unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er ekki endilega sjálfgefið að þessir aðilar séu sammála um hvert beri að stefna og því er gleðilegt að góður samhljómur var um niðurstöðuna. Til að mæla árangurinn höfum við sett niður ákveðin markmið um árleg útgjöld ferðamanna, viðhorf Íslendinga til greinarinnar, einkunnagjöf gesta okkar (svokallað meðmælaskor) og virka álagsstýringu á áfangastöðum. En það er ekki nóg að vita hvert við viljum fara. Við þurfum líka að hafa áreiðanlegt og ítarlegt mat á því hvar við erum stödd. Og þar kemur Jafnvægisásinn til sögunnar. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er umfangsmikil úttekt á því hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart sjálfbærri nýtingu. Hún er því eins konar „Hafró-skýrsla“ fyrir ferðaþjónustuna, með þeim fyrirvara að þetta er að sjálfsögðu fyrsta útgáfa sem á eftir að þróa og bæta á komandi árum. Mat hefur verið lagt á yfir sextíu mælikvarða sem spanna efnahagslífið, samfélagið og náttúruna. Í þessu felst ekki bara tala eða einkunn heldur líka mat á því hvort viðkomandi mælikvarði sé undir eða yfir þolmörkum. Vel á annað hundrað manns komu að þessu verkefni undir verkstjórn verkfræðistofunnar EFLU og ég vil þakka öllum fyrir metnaðarfullt starf. Hér eru komin þýðingarmikil stjórntæki fyrir atvinnugreinina sem tryggja að sú vinna sem er fram undan skili okkur áfram veginn, í átt að settu marki.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun