Margt nýtt að sjá á Seltjarnarnesi Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 26. september 2019 16:30 Birgir Tjörvi Pétursson er formaður knattspyrnudeildar Gróttu. „Ég ætla ekkert að segja ósatt en þegar fólk fór að sjá möguleika á að Grótta yrði í Pepsi Max-deildinni á næsta ári óx það mjög í augum margra. Margir óttuðust að þetta yrði alltof erfitt, of mikil vinna og kostnaður og svefnlausar nætur. Síðan birtust allir sérfræðingarnir sem sögðu okkur hvað það kostar nákvæmlega að vera í efstu deild, hversu mörgum krónum þurfi að eyða til að halda liðinu uppi, gera hitt og gera þetta. En eftir því sem liðið komst nær sætinu, jókst eftirvæntingin hjá öllum sem eru í kringum þetta. Við erum ákveðin í því að halda bara okkar striki og láta ekki aðra ákveða viðskiptamódelið fyrir okkur,“ segir Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, sem tók við formennsku í deildinni í vor af Sölva Snæ Magnússyni, sem situr áfram sem varaformaður. Grótta er í fyrsta sinn í efstu deild eftir lygilegt sumar í Inkasso-deildinni sem liðið vann að lokum. Grótta hefur aldrei áður verið í efstu deild og nú liggja stjórnarmenn og starfsmenn félagsins yfir reglugerðum KSÍ til að undirbúa sig fyrir nýtt og breytt umhverfi. Eftir að Óskar Hrafn tók við liðinu hefur það flogið upp úr annarri deildinni og upp í efstu deild á tveimur árum. „Við erum að setja af stað vinnu með aðalstjórn Gróttu við að greina þær kröfur og þau skilyrði sem við þurfum að uppfylla samkvæmt reglugerðum KSÍ. Við verðum tilbúin fyrir fyrsta leik. Félög hafa fengið undanþágur og aðlögunartíma, sem er gert ráð fyrir í reglugerðinni, til dæmis varðandi aðstöðu og ég býst ekki við að það verði neitt öðruvísi með okkur að því marki sem við þurfum á slíku að halda.“ Birgir Tjörvi segir segir að stjórnin geri ráð fyrir að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði áfram þjálfari liðsins. Óskar Hrafn hefur verið orðaður við hin og þessi lið í Pepsi Max-deildinni en Birgir Tjörvi segir að undirbúningur félagsins miði við að Óskar Hrafn og og Halldór Árnason verði áfram í þjálfarateyminu. „Við gerum ekki ráð fyrir öðru. Mér finnst ekkert skrýtið, á svona tímapunkti, að hann hafi ekki haft svör við öllum spurningum um framtíðina á reiðum höndum. Ég held að allir séu samstiga í því núna að undirbúa liðið fyrir þessa áskorun sem blasir við okkur. Við þurfum að svara alls konar spurningum. Hvernig ætlum við að taka þessa hugmyndafræði sem við erum að vinna eftir og lyfta henni upp á næsta plan? Nú eru bæði leikmenn og þjálfarar í fríi til að safna kröftum. Fólk þarf tíma til að hreinsa hugann og slaka á því það er mikil og erfið vinna framundan.“Grótta hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum. Hér árið 2018 í annari deildinni.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIKnattspyrnan vinsæl Hann viðurkennir að fáir ef einhverjir hafi reiknað með að Grótta myndi vinna Inkasso-deildina en fótbolti.net spáði liðinu 9. sæti fyrir tímabilið. Besti árangur Gróttu var 10. sæti í næstefstu deild. „Það var enginn með þetta á teikniborðinu. Þetta byrjaði rólega. Tap í fyrsta leik og jafntefli í fyrsta heimaleik og svo tap í öðrum heimaleiknum í lok maí, en svo kom kafli þar sem liðið tapaði ekki fyrr en í september. Í byrjun ágúst fórum við að spá í hvort við þyrftum að undirbúa komandi ár. Niðurstaðan var að fara hægt og rólega í það, við vildum ekki fara á flug og auka væntingar allra í bæjarfélaginu. Við vorum skíthrædd um að trufla liðið og hafa neikvæð áhrif á frammistöðu þess með því að fljúga of nálægt sólinni. Kannski er þetta órökrétt hegðun, svona eins og þegar fólk heldur að það hafi áhrif á úrslit í íþróttum hvort það er frammi í eldhúsi eða inni í stofu. En við ákváðum að minnsta kosti að hafa bara áhyggjur af Pepsi Max-deildinni þegar við værum búin að tryggja sætið. Og það er komið að því. Núna getum við haft áhyggjur af henni.“ Það vakti athygli blaðamanns að íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness átti fund með fulltrúum knattspyrnudeildar í sumar vegna búningsaðstöðu og þrengsla í vallarhúsi við knattspyrnuvöll Gróttu. Niðurstaða fundarins var að knattspyrnudeildin mun gera ítarlega þarfagreiningu á notkun. Birgir Tjörvi segir að iðkendafjöldinn hjá Gróttu hafi nálega tvöfaldast frá því núverandi aðstaða var byggð. „Við höfum alveg geta sinnt þessum stóru leikjum sem fara fram á okkar heimavelli. Þegar Meistaraflokkur karla spilar þá er búið að hreinsa svæðið af öllu öðru. Þau þrengsli sem þarna voru til umfjöllunar sneru að því álagi sem er í daglegu starfi. Deildin hefur þanist út og stærsta breytingin er eflaust hversu margar stelpur eru farnar að æfa fótbolta – þar hefur mesti vöxturinn verið. Það eru ekkert voðalega margir krakkar á Nesinu í samanburði við aðra, við erum ábyggilega ein fámennasta knattspyrnudeildin á höfuðborgarsvæðinu. En við höfum samt stækkað mikið og þegar mikið er að gerast á æfingasvæðinu, einn flokkur að hætta og annar að byrja og kannski leikir ofan í það, það hafa komið upp tilvik í sumar þar sem verða þrengsli. Á þessum fundi sem þú vísar í vorum við bara að ræða þessi mál með fulltrúum bæjarins til að leysa þau. Það er gaman að það sé vöxtur, uppgangur og stemning en því fylgja vaxtaverkir og við höfum því lagt fram erindi til bæjarins um úrbætur og erum að ósk bæjaryfirvalda að vinna þarfagreiningu til skemmri og lengri tíma. En það er alveg ljóst að ef heldur fram sem horfir á Nesinu þarf að fara í byggingarframkvæmdir á knattspyrnusvæðinu.“Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu gengur út frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði áfram við stjórnvölinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnuJákvætt, spennandi og skemmtilegt Birgir Tjörvi bendir á að þeir sem standa á bak við Gróttu geri sér alveg grein fyrir smæð félagsins og það sé enginn að fara setja sig á háan hest. Þó einhver skemmtilegasti tími í sögu félagsins sé að renna upp þá viðurkennir hann að hann sé ekki alveg búinn að meðtaka það að Grótta fái stóra bróður í KR í heimsókn á Vivaldi-völlinn. „Í rauninni höfum við ekki alveg meðtekið þetta. Ég held ég geti alveg verið hreinskilinn með það. En við ætlum að líta á þetta jákvætt og þetta er spennandi og skemmtileg áskorun. Ég get ekki sagt að ég sé hokinn af reynslu með hvernig hlutirnir eiga að vera. Við erum sannarlega ekki að fara í þessa deild með einhverjar hugmyndir um að við séum betri en allir aðrir. Við erum meðvituð um að velgengnin kemur ekki af sjálfri sér og starfið er viðkvæmt. Fólk þarf að leggja mikið á sig til að viðhalda þeim meðbyr og þeirri jákvæðni sem við finnum fyrir í okkar garð. Það má ekki líta of stórt á sig og hlutirnir eru fljótir að breytast ef fólk spennir bogann of hátt. Þá getur verið fljótt að fjara undan og fallið gæti orðið meira. Við ætlum því ekki að gjörbreytast þótt við séum komin á stærra svið. Við verðum að halda áfram á sömu braut og standa og falla með því. Núna erum við á fullu að safna í sarpinn fyrir næsta tímabil. Teikna það upp fyrir okkur hvað við þurfum og hvernig við lyftum okkur aðeins hærra bæði innan vallar sem utan. Svo þegar við erum búin að stilla okkur saman keyrum við af stað og höldum vonandi þessu ævintýri áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Pepsi Max-deild karla Seltjarnarnes Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
„Ég ætla ekkert að segja ósatt en þegar fólk fór að sjá möguleika á að Grótta yrði í Pepsi Max-deildinni á næsta ári óx það mjög í augum margra. Margir óttuðust að þetta yrði alltof erfitt, of mikil vinna og kostnaður og svefnlausar nætur. Síðan birtust allir sérfræðingarnir sem sögðu okkur hvað það kostar nákvæmlega að vera í efstu deild, hversu mörgum krónum þurfi að eyða til að halda liðinu uppi, gera hitt og gera þetta. En eftir því sem liðið komst nær sætinu, jókst eftirvæntingin hjá öllum sem eru í kringum þetta. Við erum ákveðin í því að halda bara okkar striki og láta ekki aðra ákveða viðskiptamódelið fyrir okkur,“ segir Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, sem tók við formennsku í deildinni í vor af Sölva Snæ Magnússyni, sem situr áfram sem varaformaður. Grótta er í fyrsta sinn í efstu deild eftir lygilegt sumar í Inkasso-deildinni sem liðið vann að lokum. Grótta hefur aldrei áður verið í efstu deild og nú liggja stjórnarmenn og starfsmenn félagsins yfir reglugerðum KSÍ til að undirbúa sig fyrir nýtt og breytt umhverfi. Eftir að Óskar Hrafn tók við liðinu hefur það flogið upp úr annarri deildinni og upp í efstu deild á tveimur árum. „Við erum að setja af stað vinnu með aðalstjórn Gróttu við að greina þær kröfur og þau skilyrði sem við þurfum að uppfylla samkvæmt reglugerðum KSÍ. Við verðum tilbúin fyrir fyrsta leik. Félög hafa fengið undanþágur og aðlögunartíma, sem er gert ráð fyrir í reglugerðinni, til dæmis varðandi aðstöðu og ég býst ekki við að það verði neitt öðruvísi með okkur að því marki sem við þurfum á slíku að halda.“ Birgir Tjörvi segir segir að stjórnin geri ráð fyrir að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði áfram þjálfari liðsins. Óskar Hrafn hefur verið orðaður við hin og þessi lið í Pepsi Max-deildinni en Birgir Tjörvi segir að undirbúningur félagsins miði við að Óskar Hrafn og og Halldór Árnason verði áfram í þjálfarateyminu. „Við gerum ekki ráð fyrir öðru. Mér finnst ekkert skrýtið, á svona tímapunkti, að hann hafi ekki haft svör við öllum spurningum um framtíðina á reiðum höndum. Ég held að allir séu samstiga í því núna að undirbúa liðið fyrir þessa áskorun sem blasir við okkur. Við þurfum að svara alls konar spurningum. Hvernig ætlum við að taka þessa hugmyndafræði sem við erum að vinna eftir og lyfta henni upp á næsta plan? Nú eru bæði leikmenn og þjálfarar í fríi til að safna kröftum. Fólk þarf tíma til að hreinsa hugann og slaka á því það er mikil og erfið vinna framundan.“Grótta hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum. Hér árið 2018 í annari deildinni.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIKnattspyrnan vinsæl Hann viðurkennir að fáir ef einhverjir hafi reiknað með að Grótta myndi vinna Inkasso-deildina en fótbolti.net spáði liðinu 9. sæti fyrir tímabilið. Besti árangur Gróttu var 10. sæti í næstefstu deild. „Það var enginn með þetta á teikniborðinu. Þetta byrjaði rólega. Tap í fyrsta leik og jafntefli í fyrsta heimaleik og svo tap í öðrum heimaleiknum í lok maí, en svo kom kafli þar sem liðið tapaði ekki fyrr en í september. Í byrjun ágúst fórum við að spá í hvort við þyrftum að undirbúa komandi ár. Niðurstaðan var að fara hægt og rólega í það, við vildum ekki fara á flug og auka væntingar allra í bæjarfélaginu. Við vorum skíthrædd um að trufla liðið og hafa neikvæð áhrif á frammistöðu þess með því að fljúga of nálægt sólinni. Kannski er þetta órökrétt hegðun, svona eins og þegar fólk heldur að það hafi áhrif á úrslit í íþróttum hvort það er frammi í eldhúsi eða inni í stofu. En við ákváðum að minnsta kosti að hafa bara áhyggjur af Pepsi Max-deildinni þegar við værum búin að tryggja sætið. Og það er komið að því. Núna getum við haft áhyggjur af henni.“ Það vakti athygli blaðamanns að íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness átti fund með fulltrúum knattspyrnudeildar í sumar vegna búningsaðstöðu og þrengsla í vallarhúsi við knattspyrnuvöll Gróttu. Niðurstaða fundarins var að knattspyrnudeildin mun gera ítarlega þarfagreiningu á notkun. Birgir Tjörvi segir að iðkendafjöldinn hjá Gróttu hafi nálega tvöfaldast frá því núverandi aðstaða var byggð. „Við höfum alveg geta sinnt þessum stóru leikjum sem fara fram á okkar heimavelli. Þegar Meistaraflokkur karla spilar þá er búið að hreinsa svæðið af öllu öðru. Þau þrengsli sem þarna voru til umfjöllunar sneru að því álagi sem er í daglegu starfi. Deildin hefur þanist út og stærsta breytingin er eflaust hversu margar stelpur eru farnar að æfa fótbolta – þar hefur mesti vöxturinn verið. Það eru ekkert voðalega margir krakkar á Nesinu í samanburði við aðra, við erum ábyggilega ein fámennasta knattspyrnudeildin á höfuðborgarsvæðinu. En við höfum samt stækkað mikið og þegar mikið er að gerast á æfingasvæðinu, einn flokkur að hætta og annar að byrja og kannski leikir ofan í það, það hafa komið upp tilvik í sumar þar sem verða þrengsli. Á þessum fundi sem þú vísar í vorum við bara að ræða þessi mál með fulltrúum bæjarins til að leysa þau. Það er gaman að það sé vöxtur, uppgangur og stemning en því fylgja vaxtaverkir og við höfum því lagt fram erindi til bæjarins um úrbætur og erum að ósk bæjaryfirvalda að vinna þarfagreiningu til skemmri og lengri tíma. En það er alveg ljóst að ef heldur fram sem horfir á Nesinu þarf að fara í byggingarframkvæmdir á knattspyrnusvæðinu.“Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu gengur út frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði áfram við stjórnvölinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnuJákvætt, spennandi og skemmtilegt Birgir Tjörvi bendir á að þeir sem standa á bak við Gróttu geri sér alveg grein fyrir smæð félagsins og það sé enginn að fara setja sig á háan hest. Þó einhver skemmtilegasti tími í sögu félagsins sé að renna upp þá viðurkennir hann að hann sé ekki alveg búinn að meðtaka það að Grótta fái stóra bróður í KR í heimsókn á Vivaldi-völlinn. „Í rauninni höfum við ekki alveg meðtekið þetta. Ég held ég geti alveg verið hreinskilinn með það. En við ætlum að líta á þetta jákvætt og þetta er spennandi og skemmtileg áskorun. Ég get ekki sagt að ég sé hokinn af reynslu með hvernig hlutirnir eiga að vera. Við erum sannarlega ekki að fara í þessa deild með einhverjar hugmyndir um að við séum betri en allir aðrir. Við erum meðvituð um að velgengnin kemur ekki af sjálfri sér og starfið er viðkvæmt. Fólk þarf að leggja mikið á sig til að viðhalda þeim meðbyr og þeirri jákvæðni sem við finnum fyrir í okkar garð. Það má ekki líta of stórt á sig og hlutirnir eru fljótir að breytast ef fólk spennir bogann of hátt. Þá getur verið fljótt að fjara undan og fallið gæti orðið meira. Við ætlum því ekki að gjörbreytast þótt við séum komin á stærra svið. Við verðum að halda áfram á sömu braut og standa og falla með því. Núna erum við á fullu að safna í sarpinn fyrir næsta tímabil. Teikna það upp fyrir okkur hvað við þurfum og hvernig við lyftum okkur aðeins hærra bæði innan vallar sem utan. Svo þegar við erum búin að stilla okkur saman keyrum við af stað og höldum vonandi þessu ævintýri áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Inkasso-deildin Pepsi Max-deild karla Seltjarnarnes Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn