Kjarasamningar leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2019 08:45 Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í húsakynnum Ríkissáttasemjara í aprílbyrjun. Vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í vor reyndust ferðaþjónustufyrirtækjum þyngri baggi en fall flugfélagsins WOW air í mars. Þetta bera niðurstöður Gallup-könnunnar með sér, sem framkvæmd var fyrir Landsbankann í aðdraganda ferðaþjónusturáðstefnu bankans sem fram fer í dag.Í úttekt Landsbankans er könnunin sögð hafa verið framkvæmd meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar dagana 27. ágúst til 3. september. Fjöldi svarenda er sagður hafa verið 115, sem er talið með því „betra sem gerist hjá þessum hópi.“ Svörin bera með sér að um tæplega helmingur svarenda hafi gripið til uppsagna vegna fyrrnefndra kjarasamninga. Til samanburðar sögðust 28% fyrirtækja hafa þurft að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air. Landsbankinn ætlar að það sé vegna þess að með nýju kjarasamningunum hafi m.a. verið fallist á krónutöluhækkanir sem hækkuðu lægstu launin hlutfallslega mest. „Þar sem meðallaun í vissum ferðaþjónustugeirum eru lægri en meðallaun á vinnumarkaði almennt er líklegt að launakostnaður fyrirtækja í þeim geirum hafi hækkað hlutfallslega meira en meðalhækkun launa.“Ferðaskipuleggjandi Gamanferðir var meðal þeirra sem lagði upp laupana vegna falls WOW air, en hér má sjá forsvarsmenn fyrirtækisins með Skúla Mogensen, stofnanda flugfélagsins.Wow AirÞað er því mat Landsbankans að áhrif kjarasamninganna á ferðaþjónustufyrirtæki kunni því að hafa verið meiri en brotthvarf WOW air að þessu leyti. Þó er bætt við að um 40 prósent fyrirtækja hafi ekki þurft að bregðast sérstaklega við samningunum með einhvers konar hagræðingaraðgerðum. Þar að auki sé ekki hægt að fullyrða neitt um fjölda uppsagna í báðum tilfellum - „þar sem ekki liggur fyrir samanburður á fjölda uppsagna vegna kjarasamninga annars vegar og falls WOW air hins vegar.“Mesta fækkunin hjá þeim stærstu Það er jafnframt mat bankans að áhrifin af brotthvarfi WOW air hafi verið minni en búast hafi mátt við. Þannig bera niðurstöður könnunarinnar með sér að fækkunin meðal fyrrnefndu fyrirtækjanna sem sögðu upp fólki vegna falls flugfélagsins hafi verið innan við 10 prósent hjá næstum helmingi þeirra. Fækkunin hafi verið hlutfallslega mest hjá stærstu fyrirtækjunum, þeim sem eru með fleiri en 31 starfsmann, og þeim sem eru með meira en 500 milljónir króna í ársveltu. Áhrif falls WOW air voru þó ívið meiri á fyrirtæki á Suðurnesjum. „Einungis þriðjungur þeirra hefur komist hjá uppsögnum en af þeim fyrirtækjum sem sögðu upp þurfti rúmlega helmingur þeirra að segja upp 1-20% starfsmanna sinna og 11% fyrirtækjanna hafa þurft að segja upp meira en 60% starfsmanna,“ segir í útlistun Landsbankans sem nálgast má í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Telja „nýja leikáætlun“ Icelandair hafa dregið töluvert úr áhrifum af falli WOW air Á fyrstu sjö mánuðum ársins flutti Icelandair 29 prósent fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4 prósent. 26. september 2019 08:00