MDE spyr um hæfi dómara í málum allra föllnu bankanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2019 06:00 Meint vanhæfi sex dómara við Hæstarétt í svokölluðum hrunmálum er til skoðunar hjá MDE Fréttablaðið/Eyþór Þrjú aðgreind mál stjórnenda allra föllnu bankana eru til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þau varða öll dómara við Hæstarétt sem viku ekki sæti í sakamálum þrátt fyrir fjárhagslegt tap við fall bankana. Málin eru öll komin í gegnum frávísunarsíu dómstólsins og verða því tekin til efnismeðferðar nema ríkið nái sáttum við stefnendur. Mál Elínar Vigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, fór fyrst til Strassborgar. Elín var sýknuð af þátttöku í umboðssvikum í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til MDE byggir hún á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Mál Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar hefur einnig verið tekið til efnismeðferðar hjá MDE og hefur verið óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kæruefna þeirra sem varða meint vanhæf i Grétu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Óskað er svara um hvort umræddir dómarar hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta í einhverjum hinna þriggja föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfellingar Jóhannesar og Birkis.Sjá einnig: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Fjallað var um mál Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, í Fréttablaðinu í gær. Ólafur hlaut fangelsisdóm í svonefndu Al-Thani máli. Kæra hans til MDE lýtur að fjárfestingarumsvifum Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna. Í greinargerð Ólafs er vísað til þess að þrátt fyrir að nefndir dómarar hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings hafi fjárhagslegir hagsmunir verið svo samtvinnaðir öllu bankakerfinu að fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana. Hefur MDE beint spurningum til ríkisins um málið, sambærilegum og í máli þeirra Jóhannesar og Birkis. Í samræmi við nýtt verklag hjá MDE fara öll mál sem tekin eru til efnismeðferðar fyrst í ferli þar sem kannað er hvort unnt sé að ná dómsátt í málinu. Eru síðarnefndu málin tvö í slíku ferli. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun málunum ljúka með dómi að lokinni frekari málsmeðferð hjá MDE. Mál Elínar er lengra komið. Það hefur verið í efnismeðferð ytra í rúmt ár. Athugasemdir stjórnvalda og svör við spurningum dómsins voru send til dómsins í fyrra og viðbrögð lögmanns Elínar við þeim send dómstólnum skömmu fyrir síðustu áramót. Nú er dóms beðið í málinu. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefði fyrir önnur svokölluð hrunmál sem dæmd voru af umræddum dómurum, verði kveðnir upp áfellisdómar gegn ríkinu í framangreindum málum. Þau bætast þá við fjölmarga aðra dóma sem óvissa ríkir um, vegna Landsréttarmálsins og annarra mála sem dæmd hafa verið í Strassborg á undanförnum misserum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Tengdar fréttir Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Þrjú aðgreind mál stjórnenda allra föllnu bankana eru til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þau varða öll dómara við Hæstarétt sem viku ekki sæti í sakamálum þrátt fyrir fjárhagslegt tap við fall bankana. Málin eru öll komin í gegnum frávísunarsíu dómstólsins og verða því tekin til efnismeðferðar nema ríkið nái sáttum við stefnendur. Mál Elínar Vigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, fór fyrst til Strassborgar. Elín var sýknuð af þátttöku í umboðssvikum í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til MDE byggir hún á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Mál Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar hefur einnig verið tekið til efnismeðferðar hjá MDE og hefur verið óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kæruefna þeirra sem varða meint vanhæf i Grétu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Óskað er svara um hvort umræddir dómarar hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta í einhverjum hinna þriggja föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfellingar Jóhannesar og Birkis.Sjá einnig: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Fjallað var um mál Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, í Fréttablaðinu í gær. Ólafur hlaut fangelsisdóm í svonefndu Al-Thani máli. Kæra hans til MDE lýtur að fjárfestingarumsvifum Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna. Í greinargerð Ólafs er vísað til þess að þrátt fyrir að nefndir dómarar hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings hafi fjárhagslegir hagsmunir verið svo samtvinnaðir öllu bankakerfinu að fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana. Hefur MDE beint spurningum til ríkisins um málið, sambærilegum og í máli þeirra Jóhannesar og Birkis. Í samræmi við nýtt verklag hjá MDE fara öll mál sem tekin eru til efnismeðferðar fyrst í ferli þar sem kannað er hvort unnt sé að ná dómsátt í málinu. Eru síðarnefndu málin tvö í slíku ferli. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun málunum ljúka með dómi að lokinni frekari málsmeðferð hjá MDE. Mál Elínar er lengra komið. Það hefur verið í efnismeðferð ytra í rúmt ár. Athugasemdir stjórnvalda og svör við spurningum dómsins voru send til dómsins í fyrra og viðbrögð lögmanns Elínar við þeim send dómstólnum skömmu fyrir síðustu áramót. Nú er dóms beðið í málinu. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefði fyrir önnur svokölluð hrunmál sem dæmd voru af umræddum dómurum, verði kveðnir upp áfellisdómar gegn ríkinu í framangreindum málum. Þau bætast þá við fjölmarga aðra dóma sem óvissa ríkir um, vegna Landsréttarmálsins og annarra mála sem dæmd hafa verið í Strassborg á undanförnum misserum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Tengdar fréttir Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00