Skattahækkun á mannamáli Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. september 2019 07:15 Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun