Ríkisendurskoðun með ársreikning ÁTVR til meðferðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. september 2019 06:00 ÁTVR aðgreinir ekki reksturinn milli áfengis og tóbaks. Fréttablaðið/Eyþór Ríkisendurskoðun hefur nú til skoðunar hvort ársreikningur ÁTVR sé fullnægjandi og samrýmist kröfu sem gerð er til ríkisfyrirtækja um að rekstur skili viðunandi arðsemi. Hagnaður ársins 2018 var rúmur 1,1 milljarður en líkur eru á að hagnaðurinn sé allur á tóbakssölunni en tap á áfengissölu. Ársreikningurinn var birtur í mars en í sumar barst embættinu erindi þar sem dregið er í efa að reikningurinn samrýmist viðunandi arðsemiskröfu. Á það þá við áfengishlutann því í erindinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er reikningurinn greindur og leiddar líkur að því að taprekstur sé á þeirri hlið starfseminnar. Í lögum um starfsemi ÁTVR segir að miðað sé við að reksturinn sé hagkvæmur og afli tekna til að greiða rekstrarkostnað og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs. „Málið er í meðferð,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. En samkvæmt embættinu er ábyrgð þess falin í að meta í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum. Aðspurð um málið sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, að ríkisfyrirtækið sinni smásölu áfengis og heildsölu tóbaks. „Reksturinn miðar við þetta hlutverk og er því ein heild sem skýrir hvers vegna rekstrargjöld eru ekki sundurliðuð enda margir þættir í starfseminni sem sinna bæði áfengi og tóbaki.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir "Vangaveltur um að rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast“ Ríkisverslunin svarar fyrir sig vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur. 20. janúar 2016 11:08 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur nú til skoðunar hvort ársreikningur ÁTVR sé fullnægjandi og samrýmist kröfu sem gerð er til ríkisfyrirtækja um að rekstur skili viðunandi arðsemi. Hagnaður ársins 2018 var rúmur 1,1 milljarður en líkur eru á að hagnaðurinn sé allur á tóbakssölunni en tap á áfengissölu. Ársreikningurinn var birtur í mars en í sumar barst embættinu erindi þar sem dregið er í efa að reikningurinn samrýmist viðunandi arðsemiskröfu. Á það þá við áfengishlutann því í erindinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er reikningurinn greindur og leiddar líkur að því að taprekstur sé á þeirri hlið starfseminnar. Í lögum um starfsemi ÁTVR segir að miðað sé við að reksturinn sé hagkvæmur og afli tekna til að greiða rekstrarkostnað og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs. „Málið er í meðferð,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. En samkvæmt embættinu er ábyrgð þess falin í að meta í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum. Aðspurð um málið sagði Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, að ríkisfyrirtækið sinni smásölu áfengis og heildsölu tóbaks. „Reksturinn miðar við þetta hlutverk og er því ein heild sem skýrir hvers vegna rekstrargjöld eru ekki sundurliðuð enda margir þættir í starfseminni sem sinna bæði áfengi og tóbaki.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir "Vangaveltur um að rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast“ Ríkisverslunin svarar fyrir sig vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur. 20. janúar 2016 11:08 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
"Vangaveltur um að rekstur ÁTVR sé ekki að skila hagnaði eiga því ekki við nein rök að styðjast“ Ríkisverslunin svarar fyrir sig vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur. 20. janúar 2016 11:08