Forseti Ísraels hefur veitt Benjamín Netanjahú formanni Likud-flokksins umboð til stjórnarmyndunar. Þetta kemur fram á ísraelska fjölmiðlinum Haaretz.
Þingkosningarnar sem fóru fram í Ísrael 17. september skiluðu hvorki hægri né mið-vinstri blokkinni meirihluta. Benjamín Gantz leiðtogi hins Bláhvíta bandalags miðju-vinstriflokka hefur talað fyrir samsteypustjórn með Likud og Avigdor Lieberman, sem leiðir flokkinn Yisrael Beitenu, og er í oddastöðu í viðræðunum.
Gantz hefur þó í langan tíma sagt að hann vilji ekki taka þátt í sömu stjórn og Netanjahú.
