Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. september 2019 18:45 Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift úr símtali Donalds Trumps forseta og Volodímírs Selenskíj Úkraínuforseta þar sem Trump bað Úkraínumanninn að rannsaka pólitískan andstæðing sinn. Demókratar segja beiðnina skýrt dæmi um embættisbrot en Trump segir símtalið saklaust. Uppskriftin var birt eftir að bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að ónefndur uppljóstrari kvartaði yfir því sem bandaríski forsetinn sagði í símann. Miðlar höfðu eftir heimildarmönnum að Trump hafi lofað Selenskíj einhverju gegn því að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden, fyrir Burisma Holdings, úkraínskt orkufyrirtæki. Var loforðið svo sett í samhengi við fregnir um að Trump hafi fryst nærri hundraða milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu.Selenskíj tók vel í beiðnina Ekki má sjá Trump beinlínis gefa neitt loforð í uppskriftinni af símtalinu en vert er að nefna að ekki er um orðrétta uppskrift að ræða heldur byggir skjalið á minni og glósum viðstaddra. Þá er vert að taka fram að Trump sagði sjálfur á mánudag, aðspurður um hvort hann hafi sett rannsókn á Biden sem skilyrði fyrir aðstoð, að það væri mikilvægt að ríki sem Bandaríkin styðja séu heiðarleg og óspillt. Í skjalinu stendur að Trump hafi í beinu framhaldi af umræðum um aðstoð við Úkraínu minnst á að Biden og sonur hans hafi stöðvað rannsókn úkraínsks saksóknara og bað Trump Selenskíj um að skoða málið. Selenskíj svaraði játandi og sagði að næsti ríkissaksóknari verði alfarið á hans bandi. Sá muni skoða málið sem og fyrirtækið Crowdstrike. Trump bað einnig um skoðun á Crowdstrike en fyrirtæki undir því nafni gerði greiningu á tölvuárás á miðstjórn Demókrataflokksins og komst að þeirri niðurstöðu að hópar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi staðið að árásinni. Órökstuddar ásakanir Mál Hunters Biden, sem Trump vísar til og átti sér stað þegar Joe Biden var varaforseti Bandaríkjanna, snýst um að Viktor Shokin, þáverandi ríkissaksóknari, sagðist ætla að hefja rannsókn á meintri spillingu eigenda Burisma Holdings í febrúar 2015. Varaforsetinn var svo staddur í Kænugarði árið 2016 þar sem hann átti að tilkynna um milljarðs dala lán til Úkraínu. Hann sagði söguna af samskiptum sínum þar á málþingi á vegum hugveitunnar Council of Foreign Relations í fyrra. Sagði að hann hafi tjáð Úkraínumönnum að lánið yrði ekki veitt nema saksóknarinn yrði rekinn. Vítalíj Kasko, fyrrverandi aðstoðarmaður saksóknarans Shokin, sagði svo frá því í maí síðastliðnum að afarkostir Bidens hafi ekki snúist um rannsóknina á Burisma Holdings. Sú rannsókn hafi verið lögð á hilluna árið 2015. Shokin hafi einfaldlega verið of linur í spillingarmálum. Sú var einnig skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er vert að taka fram að Joe Biden sagðist hafa sagt í Kænugarði að það væru skilaboð Baracks Obama að reka þyrfti Shokin. Rannsaka meint embættisbrot Úkraínumálið á nú hug og hjörtu þingmanna. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun lekamannsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Í kjölfarið er mögulegt að fulltrúadeildin ákæri Trump til embættismissis. Öldungadeildin myndi þá dæma í málinu en nær óhugsandi er að Trump verði sakfelldur enda þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að styðja sakfellingu og eru Demókratar þar í minnihluta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33