Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2019 12:55 Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. Fréttablaðið/Vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, vegna fjármálaumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda hrunsins.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, greindi frá þessu í morgun. Blaðið hefur undir höndum bréf frá MDE til íslenska ríkisins þar sem lagðar eru fyrir þrjár spurningar um meðferð málsins og óskað eftir því að málsaðilar nái sáttum í málinu sem gætu þá meðal annars grundvallast á skaða – og miskabótum vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli fyrir 2. Desember. Nái málsaðilar ekki sáttum mun dómurinn taka málið til efnislegrar meðferðar. Sjá nánar: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Ekki náðist í Ólaf Ólafsson við gerð fréttarinnar en talsmaður hans Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM, segir ákvörðun MDE sýna að tilefni sé til að taka málið fyrir. „Þótt í því felist í sjálfu sér engin afstaða réttarins til málsins á þessu stigi er það ákveðin viðurkenning á þeim alvarlegu athugasemdum sem Ólafur setur fram í kærunni og sýna fram á fjárhagslega hagsmuni dómara í málum sem þeir dæmdu í,“ segir Björgvin. Krafa Ólafs, sem og allra annarra landsmanna, sé að vera dæmdur af óvilhöllum dómstólum. „Þar sem ekki er tilefni til að efast um hæfi dómara eins og í umræddu máli.“ Björgvin segir mál Ólafs vera mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild sinni. „Þar sem almenningur þarf að geta treyst því að dómarar gæti að hæfi sínu og að hlutleysi dómsins sé tryggt.“ Dómstólar Hrunið Tengdar fréttir Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir kæru Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem var einn af aðaleigendum Kaupþings, vegna fjármálaumsvifa tveggja hæstaréttardómara, þeirra Markúsar Sigurbjörnssonar, þáverandi forseta dómsins og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda hrunsins.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, greindi frá þessu í morgun. Blaðið hefur undir höndum bréf frá MDE til íslenska ríkisins þar sem lagðar eru fyrir þrjár spurningar um meðferð málsins og óskað eftir því að málsaðilar nái sáttum í málinu sem gætu þá meðal annars grundvallast á skaða – og miskabótum vegna dóms í svonefndu Al-Thani máli fyrir 2. Desember. Nái málsaðilar ekki sáttum mun dómurinn taka málið til efnislegrar meðferðar. Sjá nánar: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Ekki náðist í Ólaf Ólafsson við gerð fréttarinnar en talsmaður hans Björgvin Guðmundsson, meðeigandi KOM, segir ákvörðun MDE sýna að tilefni sé til að taka málið fyrir. „Þótt í því felist í sjálfu sér engin afstaða réttarins til málsins á þessu stigi er það ákveðin viðurkenning á þeim alvarlegu athugasemdum sem Ólafur setur fram í kærunni og sýna fram á fjárhagslega hagsmuni dómara í málum sem þeir dæmdu í,“ segir Björgvin. Krafa Ólafs, sem og allra annarra landsmanna, sé að vera dæmdur af óvilhöllum dómstólum. „Þar sem ekki er tilefni til að efast um hæfi dómara eins og í umræddu máli.“ Björgvin segir mál Ólafs vera mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild sinni. „Þar sem almenningur þarf að geta treyst því að dómarar gæti að hæfi sínu og að hlutleysi dómsins sé tryggt.“
Dómstólar Hrunið Tengdar fréttir Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00
Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00