Slösuðust þegar myndavél féll á þær á tónleikum Of Monsters and Men Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 22:57 Ragnar þórhallsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sjást hér á sviði á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful í Las Vegas um helgina. Vísir/getty Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í bandarísku borginni Las Vegas á laugardag þegar myndavél sem hékk á rafmagnsleiðslu féll á áhorfendaskarann. Slysið varð þegar sveitin kom fram á tónlistarhátíðinni Life is Beautiful um helgina. Nokkrir erlendir miðlar hafa greint frá atvikinu, þar á meðal TMZ og Daily Mail. Í frétt þess fyrrnefnda segir að konurnar þrjár hafi ekki slasast alvarlega þegar myndavélin féll á þær. Konurnar hafi allar komist undir læknishendur á hátíðinni en tvær þeirra hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar síðar um kvöldið. Önnur þeirra er sögð hafa slasast á höfði og hin á fæti en báðar hafi þær verið útskrifaðar samdægurs af sjúkrahúsinu. Í myndbandi sem tekið var upp á tónleikunum á laugardagskvöld má sjá þegar myndavélin fellur ofan á áhorfendur. Fjölmiðlar vestanhafs segja myndavélina enga smásmíði, hún vegi tæp tíu kíló. Umrætt myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Yikes you can see the wire camera falling on this girl at Life is Beautiful pic.twitter.com/zxOpbwTAn3— Ash. (@ashleyjavalera) September 22, 2019 Í yfirlýsingu sem birt er í frétt héraðsmiðilsins KTNV staðfesta aðstandendur hátíðarinnar að slysið hafi orðið á laugardag. Þeim sé afar annt um öryggi gesta og starfsmanna hátíðarinnar, sem og listamannanna sem þar koma fram. „Rannsókn stendur yfir og við erum að reyna að komast til botns í tildrögum atviksins. Engar frekari upplýsingar er að fá að svo stöddu,“ segir í yfirlýsingunni. Of Monsters and Men er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hafa komið víða við. Eins og áður segir tróð sveitin upp í Las Vegas um helgina en er nú komin til Kaliforníu og kemur fram í San Fransisco í kvöld. Þá verður sveitin með tónlistaratriði í spjallþætti Ellen DeGeneres sem sýndur verður vestanhafs í kvöld. View this post on InstagramWatch us on @theellenshow TODAY! Check your local listings A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on Sep 24, 2019 at 12:21pm PDT
Bandaríkin Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33 Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52 Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Of Monsters and Men spila lag af nýrri plötu hjá Kimmel Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lag af nýjustu plötu sinni, Fever Dream, í spjallþætti Jimmy Kimmel á miðvikudaginn var. 1. ágúst 2019 08:33
Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi henni alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út. 19. júní 2019 20:52
Þriðja plata Of Monsters and Men komin út Hljómsveitin úr Garðabænum, Of Monsters and Men, sem sigraði Músiktilraunir árið 2010 og hefur síðan gert góða hluti erlendis jafnt sem hér heima, hefur gefið út sína þriðju breiðskífu. 26. júlí 2019 15:19