Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 13:45 Snorri Magnússon er formaður Landsambands lögreglumanna. Hann treystir ekki Haraldi í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira