Samkomulagið ekki lent í neinum ógöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. vísir/Vilhelm Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm Alþingi Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira
Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira