Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. september 2019 17:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnunni í dag. Mynd/utanríkisráðuneytið Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að einungis þeim leiðtogum sem mæltu fyrir raunverulegum aðgerðum væri boðið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum í dag. Sextíu leiðtogar tóku til máls en leiðtogar á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta og Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, voru aftur á móti ekki á mælendaskrá. En áður en þjóðarleiðtogar tóku til máls sló Greta Thunberg tóninn og sagði stjórnmálamenn hafa brugðist. „Unga fólkið er orðið meðvitað um svik ykkar. Augu allra framtíðarkynslóða hvíla nú á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur tel ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg. Næstu klukkutímana steig fjöldi leiðtoga á svið og sagði frá áformum sínum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði til að mynda frá vinnu að því að bændur geti sjálfir minnkað og dregið úr útblæstri sínum og Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði Þjóðverja ætla að hætta að brenna kolum í síðasta lagi 2038.Aðgerðir þýði meira en orðin ein Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði í sinni ræðu um að þótt það hafi verið bæði erfitt og dýrt fyrir Íslendinga að skipta alfarið yfir í endurnýjanlega orkugjafa fyrir rafmagn og hita hafi þær fjárfestingar reynst góðar fyrir hagkerfið og lífsgæðin. Hún sagðist sannfærð um að hið sama myndi koma í ljós þegar skipt hefur verið um orkugjafa fyrir samgöngur. „Nú eru engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi. Við erum komin til New York til þess að heita frekari og betri aðgerðum. Látum þetta vera ráðstefnu aðgerða. Aðgerða sem þýða meira en orðin ein. Stöndum saman í voninni og tryggjum að aðgerðir okkar gegn loftslagsbreytingum leiði af sér réttlæti,“ sagði Katrín.Klippa: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag Leiðtogafundur um loftslagsmál fer fram í dag.á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í New York. Fundurinn er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun. 23. september 2019 12:45