Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en samt aldrei mælst minni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2019 14:12 Ráðherrarnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson eru varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Með þeim á mynd er Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 18,3%. Það er þó minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd dagana 9.-16. september og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar.Sjá einnig: Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samfylkingin mældist með næstmest fylgi, eða 14,8%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 43,7% samanborið við 38,8% í síðustu könnun. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% miðað við 19,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% en mældist 11,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata jókst einnig á milli kannana, fór úr 11,3% í 12,4% og þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig og mælist nú með 11,8% fylgi miðað við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins dalar og mældist nú 12,0% en 13,0% í síðustu könnun. Þá mældist Viðreisn með 10,2% fylgi miðað við 9,3% síðast. Flokkur fólksins stóð í stað milli kannana, mældist nú með 4,0% fylgi en áður 4,1%. Töluverðar sviptingar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, skipaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar hafa sagt mögulegt tilefni til deilna meðal flokksmanna. Þá hefur Vísir fjallað um ólgu innan flokksins, einkum í ljósi þriðja orkupakkans sem samþykktur var á þingi í byrjun mánaðar. Niðurstöður könnunar MMR má nálgast hér. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 18,3%. Það er þó minnsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina. Könnunin var framkvæmd dagana 9.-16. september og var heildarfjöldi svarenda 1045 einstaklingar.Sjá einnig: Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samfylkingin mældist með næstmest fylgi, eða 14,8%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældist stuðningur við ríkisstjórnina 43,7% samanborið við 38,8% í síðustu könnun. Eins og áður segir mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,3% miðað við 19,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% en mældist 11,5% í síðustu könnun. Fylgi Pírata jókst einnig á milli kannana, fór úr 11,3% í 12,4% og þá bætti Framsóknarflokkurinn við sig og mælist nú með 11,8% fylgi miðað við 10,4% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins dalar og mældist nú 12,0% en 13,0% í síðustu könnun. Þá mældist Viðreisn með 10,2% fylgi miðað við 9,3% síðast. Flokkur fólksins stóð í stað milli kannana, mældist nú með 4,0% fylgi en áður 4,1%. Töluverðar sviptingar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, skipaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum, sem sérfræðingar hafa sagt mögulegt tilefni til deilna meðal flokksmanna. Þá hefur Vísir fjallað um ólgu innan flokksins, einkum í ljósi þriðja orkupakkans sem samþykktur var á þingi í byrjun mánaðar. Niðurstöður könnunar MMR má nálgast hér.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45 Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af framtíð Sjálfstæðisflokksins Bjarni segist ekki hafa áhyggjur af því að flokkurinn myndi fara illa út úr orkupakkamálinu þrátt fyrir óánægjuraddir. 21. ágúst 2019 20:30
Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt. 31. júlí 2019 19:45
Samfylkingin eykur fylgi sitt um þriðjung Sjálfstæðisflokkurinn mælist með innan við 20 prósent fylgi í nýrri könnun. Samfylkingin nýtur næst mests fylgis. 19. ágúst 2019 12:05