Bíllausa gangan haldin í dag: „Allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 09:45 Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. FBL/Anton Brink „Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira
„Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira