Fótbolti

Suarez með áhyggjur af tímabilinu eftir tap gegn nýliðunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það þarf að fara aftur til 1994 til þess að finna tímabil þar sem Börsungar voru án sigurs eftir þrjá útileiki
Það þarf að fara aftur til 1994 til þess að finna tímabil þar sem Börsungar voru án sigurs eftir þrjá útileiki vísir/getty
Luis Suarez hefur áhyggjur af tímabilinu hjá Barcelona eftir tap fyrir nýliðum Granada í gær.

Granada fór á topp La Liga deildarinnar þökk sé 2-0 sigrinum á ríkjandi meisturum á heimavelli sínum.

Þetta var annar útileikurinn sem Barcelona tapar það sem af er tímabilinu. Liðið er búið að spila þrjá útileiki, sá þriðji endaði í jafntefli svo Börsungar hafa enn ekki náð sigri á útivelli til þessa.

„Þetta tap er ástæða til þess að hafa áhyggjur og þetta er mjög sárt,“ sagði Luis Suarez eftir leikinn.

„Við verðum að horfa inn á við og vera gagnrýnir á sjálfa okkur til þess að bæta okkur.“

„Við getum ekki hugsað um síðasta tímabil, þetta snýst um að greina það sem er að gerast núna, afhverju við erum ekki að vinna á útivelli.“

Barcelona átti aðeins eitt skot á markið í leiknum og það kom á síðustu tíu mínútunum.

„Við eigum að vinna leiki og við erum ekki að gera það. Þetta mun verða langt og erfitt ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×