"Þetta er algjört brjálæði“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. september 2019 21:00 „Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
„Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31