Opinn dagur í Skaftholti: Lífræn ræktun er framtíðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2019 12:15 Skaftholt er þremur kílómetrum frá Árnesi á leiðinni í Þjórsárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Opinn dagur verður þar í dag frá klukkan 14:00 til 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum á bænum Skaftholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar verður opið hús í dag þar sem starfsemin verður kynnt. Í Skaftholti er líka framleiddir ostar, smjör og jógúrt úr mjólk kúnna á bænum. Skaftholt verður með opinn dag eftir hádegi í dag, 21. september frá 14:00 til 17:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og kynnast starfseminni. Á bænum er þjónusta fyrir fatlaða þar sem átta búa í vernduðu umhverfi. Allir hafa vinnu og nóg fyrir stafni allt árið um kring. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður staðarins. „Það sem snertir vinnuna er mest í tengslum við garðyrkju og landbúnað, auk þess erum við með vinnustofur samanber smíðastofuna Drumbinn“, segir Gunnþór Guðfinnsson, sem sér um garðyrkjuna á staðnum. Drumbinn verður opinn í dag þar sem afrakstur vinnu sumarsins verður til sýnis. Þá verður hægt að gera góð kaup á lífrænt ræktuðu grænmeti. „Við ræktum allt mögulegt, það er úrval af þessu helsta grænmeti, sem ræktað er á landinu. En fyrst og síðast ræktum við fyrir heimilið en það sem við erum aflögufær með hverju sinni bjóðum við öðrum að njóta líka og kaupa. Í ár erum við með eitthvað aflögu af rófum, rauðrófum, grænkáli, blaðlauk, steinselju og smá sellerí svo eitthvað sé nefnt“, segir Gunnþór. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður í Skaftholti og stýrir lírænu ræktuninni á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum Skaftholts. „Lífrænt ræktun er framtíðin eins og við horfum á það. Það er í rauninni sú leið, sem við teljum vera færust fyrir jörðina til að bera fæðuframboðið af þeim gæðum sem við viljum meina að þurfi. Við erum þannig að rækta jarðveginn fremur en plönturnar og leggjum okkur fram um að næra jarðveginn og lífríkið í jarðveginum og eftir því sem það tekst betur og betur vaxa plönturnar betur“, bætir Gunnþór við. Í Skaftholti eru líka 18 mjólkurkýr en mjólkin frá þeim er notuð til að búa til osta, skyr og jógúrt. En hvar er Skaftholt fyrir þá sem vita ekki hvar staðurinn er og vilja koma á opna daginn í dag? „Skaftholt er í Skeiða og Gnúpverjahreppi og er um þrjá kílómetra ofan við Árnes ef fólk kannast við það á leiðinni í Þjórsárdal“, segir Gunnþór um leið og hann bíður alla áhugasama velkoma á opna daginn í dag. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum á bænum Skaftholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar verður opið hús í dag þar sem starfsemin verður kynnt. Í Skaftholti er líka framleiddir ostar, smjör og jógúrt úr mjólk kúnna á bænum. Skaftholt verður með opinn dag eftir hádegi í dag, 21. september frá 14:00 til 17:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og kynnast starfseminni. Á bænum er þjónusta fyrir fatlaða þar sem átta búa í vernduðu umhverfi. Allir hafa vinnu og nóg fyrir stafni allt árið um kring. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður staðarins. „Það sem snertir vinnuna er mest í tengslum við garðyrkju og landbúnað, auk þess erum við með vinnustofur samanber smíðastofuna Drumbinn“, segir Gunnþór Guðfinnsson, sem sér um garðyrkjuna á staðnum. Drumbinn verður opinn í dag þar sem afrakstur vinnu sumarsins verður til sýnis. Þá verður hægt að gera góð kaup á lífrænt ræktuðu grænmeti. „Við ræktum allt mögulegt, það er úrval af þessu helsta grænmeti, sem ræktað er á landinu. En fyrst og síðast ræktum við fyrir heimilið en það sem við erum aflögufær með hverju sinni bjóðum við öðrum að njóta líka og kaupa. Í ár erum við með eitthvað aflögu af rófum, rauðrófum, grænkáli, blaðlauk, steinselju og smá sellerí svo eitthvað sé nefnt“, segir Gunnþór. Gunnþór Guðfinnsson er garðyrkjumaður í Skaftholti og stýrir lírænu ræktuninni á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Lífræn ræktun er eitt af aðalsmerkjum Skaftholts. „Lífrænt ræktun er framtíðin eins og við horfum á það. Það er í rauninni sú leið, sem við teljum vera færust fyrir jörðina til að bera fæðuframboðið af þeim gæðum sem við viljum meina að þurfi. Við erum þannig að rækta jarðveginn fremur en plönturnar og leggjum okkur fram um að næra jarðveginn og lífríkið í jarðveginum og eftir því sem það tekst betur og betur vaxa plönturnar betur“, bætir Gunnþór við. Í Skaftholti eru líka 18 mjólkurkýr en mjólkin frá þeim er notuð til að búa til osta, skyr og jógúrt. En hvar er Skaftholt fyrir þá sem vita ekki hvar staðurinn er og vilja koma á opna daginn í dag? „Skaftholt er í Skeiða og Gnúpverjahreppi og er um þrjá kílómetra ofan við Árnes ef fólk kannast við það á leiðinni í Þjórsárdal“, segir Gunnþór um leið og hann bíður alla áhugasama velkoma á opna daginn í dag.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira