Geimveruunnendur mættu til Nevada til að brjótast inn á Svæði 51 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 11:25 Margir þeirra sem mættu á Area 51 voru klæddir geimverubúningum. ap/John Locher Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þúsundir einstaklinga svöruðu kalli samsæriskenningaáhugamanna um að ráðast inn á Bandarísku herstöðina Area 51 eða Svæði 51 á föstudag. Búist var við að mun fleiri myndu mæta og ljá málstaðnum lið en svo varð ekki. Meira en þrjár milljónir einstaklinga höfðu meldað sig á viðburðinum „Storm Area 51, They Can‘t Stop All of Us“ á Facebook en herstöðin er í miðri eyðimörkinni í Nevada. Áætlunin var að ráðast inn í herstöðina og bjarga geimverunum sem samsæriskenningasmiðir segja Bandaríkjastjórn hafa þar í haldi.Fólk lét ekki stoppa sig þrátt fyrir viðveru lögregluap/John LocherÞrír voru handteknir á föstudag en tveir til viðbótar höfðu verið handteknir á fimmtudag eftir að hafa verið á svæðinu í leyfisleysi. Mikil gleði ríkir þó meðal fólksins sem er á svæðinu en flestir halda til í bæjunum Rachel og Hiko og hefur verið blásið til ýmissa hátíðarhalda og viðburða sem bera nöfnin Alienstock og Area 51 Basecamp. Nokkrir hafa slasast lítillega og þurfti einn maður aðstoð sjúkraliða vegna ofþornunar áður en hann sneri aftur til hátíðarhaldanna.Búningar voru skrautlegir í eyðimörkinni.ap/John LocherÞrátt fyrir að margir hafi verið klæddir í geimverubúninga hefur enginn greint frá því að hafa séð alvöru geimveru. „Það eru allir mjög samstíga hérna og þetta er eins og lítið samfélag,“ segir John Derryberry, sem keyrði til Nevada með kærustunni sinni, Sarah Shore. „Þetta byrjaði sem brandari og núna er fólk að kynnast hvort öðru,“ sagði Tracy Ferguson, 23 ára Sioux Falls búi. Hann sagði hugmyndina um að keyra til Nevada hafa komið frá Internetinu en hann keyrði einnig með kærustunni sinni til Nevada.ap/John LocherMaður sem hvarf á föstudagsmorgunn, eftir að hafa gengið af stað frá Hiko til svæðisins, fannst öruggur á föstudagskvöld. Smáatriði um hvarfið voru ekki opinberuð fyrir almenningi en talið er ólíklegt að honum hafi verið rænt af geimverum. Næstum 100 manns fóru klukkan 3 á aðfaranótt laugardags að best þekktu bakhliði að svæðinu til að reyna að komast inn en 40 manns fóru í meiri hættuför að bakhliði sem eru ekki jafn þekktar. Um 300 manns fóru að Tikaboo hliðinu um hábjartan dag og 800 manns keyrðu 13 kílómetra í eyðimörkinni til að komast að Rachel hliðinu. Kona á sextugsaldri var handtekin eftir að hún tilkynnti öllum viðstöddum, þar á meðal lögregluþjónum, að sama hvað þá myndi hún fara inn á svæðið í leyfisleysi.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira