Trump þrýsti á forseta Úkraínu að rannsaka son Joe Biden Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 10:20 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, (t.v.) og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, (t.h.) munu funda í næstu viku. getty/Sergei Chuzavkov/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa beitt úkraínska forsetann, Volodymyr Zelensky, þrýstingi til að láta rannsaka son Joseph Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Þetta segja vitni að símtalinu í júlí þegar málið kom upp en talið er að rannsóknin sé liður í framboðsundirbúningi forsetans fyrir forsetakosningar árið 2020. Trump á þá að hafa ítrekað beðið Zelensky að ræða við lögmann sinn, Rudolph W. Giuliani, en hann hafði þá hvatt yfirvöld í Kænugarði að hefja rannsókn á Biden og fjölskyldu hans. Þá á meðlimur bandarísku leyniþjónustunnar að hafa kvartað yfir þessari beiðni Trumps og samkvæmt heimildum New York Times tengist kvörtunin einnig afskiptum Trumps af Úkraínu.Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.getty/Mark WilsonBiden er einn frambjóðenda Demókrataflokksins til forseta. Forsetinn núverandi hefur ekki farið leynt með það að hann vilji að Úkraína rannsaki hvort eitthvað misjafnt hafi farið fram á meðan Biden sinnti pólitísku starfi í Úkraínu og sonur hans starfaði fyrir gas fyrirtæki sem er í eigu úkraínsk valdamanns. Trump sagði í samtali við fréttamenn á föstudag að „einhver ætti að rannsaka Biden“ þegar hann var spurður út í símtalið. Þá hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið um afskipti Trumps í Úkraínu sem enn stendur í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins sem hljóta stuðning Rússa. Þá hafði hernaðaraðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu ekki verið virk í margar vikur þegar forsetinn kallaði eftir rannsókninni.Hunter Biden (t.v.) ásamt föður sínum Joe Biden (t.h.).getty/ Teresa KroegerBandaríkin drógu til baka hernaðaraðstoð í Úkraínu í byrjun júlí en það var ekki rætt í símtalinu þann 25. júlí. Ríkisstjórn Zelensky komst ekki að því fyrr en í ágúst að hernaðaraðstoð hafði verið hætt. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa þegar hafið rannsókn á því hvort Trump hafi breytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna til þess að hún hagnaðist honum persónulega og hafa rannsakendur óskað eftir afriti af símtalinu við Zelensky. Trump og lögmaður hans, Guiliani, hafa krafist rannsókna á Biden fjölskylduna í margar vikur eftir að fréttamiðlar vestanhafs rannsökuðu hvort úkraínskt orkufyrirtæki hafi leitast eftir áhrifum í Washington með því að ráða son Bidens, Hunter Biden, til starfa. Hunter Biden starfaði í Úkraínu á meðan faðir hans var varaforseti.Rudolph W. Giuliani, lögmaður Donalds Trump stendur fyrir miðju.getty/ J. KempinÁ meðan Biden var varaforseti sá hann um mál Obama stjórnar í Úkraínu og sá að hluta til um hernaðaraðstoð Bandaríkjanna þar í landi auk þess sem hann lagði mikla áherslu á spillingarmál innan Úkraínskra stjórnvalda. Snemma árs 2016 hótaði hann því að Bandaríkin myndu frysta lán upp á 1 milljarð Bandaríkjadala, sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna, ef ríkissaksóknara Úkraínu yrði ekki sagt upp störfum. Hann hafði verið sakaður um að hundsa gríðarlega spillingu innan stjórnkerfisins. Úkraína varð við kröfum Biden sem kom Hunter Biden vel en hann var stjórnarmeðlimur orkufyrirtækis sem ríkissaksóknarinn hugðist rannsaka. Á föstudag sakaði Biden Trump um að nota völd Bandaríkjanna til að fá „pólitískan greiða.“ Þá krafðist hann þess að forsetinn birti afrit af símtali hans við Zelensky og sagði að ef sögusagnir væru sannar „væru engin takmörk fyrir því hve Trump væri ákveðinn að misnota vald sitt og auðmýkja landið.“ Trump og Zelensky munu funda í næstu viku þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram í New York. Bandaríkjastjórn segir ekki víst að forsetarnir munu funda í Hvíta húsinu, sem Zelensky telur mjög mikilvægt til að halda sambandi ríkjanna góðu.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira