Fótbolti

Brottrekstur Zidane myndi kosta 80 milljónir evra: Mourinho sagður bíða spenntur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brúnaþungur Zidane.
Brúnaþungur Zidane. vísir/getty
Tap Real Madrid gegn PSG á þriðjudagskvöldið hefur sett enn meiri pressu á Zinedine Zidane í stjórastólnum hjá Real Madrid.

Ekki hefur byrjunin í spænsku úrvalsdeildinni verið fullkominn og Florentino Perez, forseti Real Madrid, er talinn byrjaður að hugsa um hvort að eigi að skipta Frakkanum út.

Zidane skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Madrídarliðið í mars og hann fær 13 milljónir evra á ári en ákveði Perez að kasta Zidane á glæ þurfi þeir að borga honum 80 milljónir punda.

Á kantinum er Jose Mourinho talinn mjög spenntur fyrir starfinu. Hann hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Manchester United í desember síðastliðnum.

Mourinho stýrði Real Madrid á árunum 2010 til 2013 en hann er einn af fáum stjórum sem fór í burtu frá Real Madrid í góðu. Hann er talinn í góðu sambandi við Perez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×