Sælkeri í París Steinunn Ólína skrifar 20. september 2019 08:00 Ég heyrði sögu um daginn sem gengur á milli í hópi ungra kvenna. Nokkrar vinkonur frá New York fóru í helgarferð til Parísar og kvöldið fyrir heimferð fóru þær á næturklúbb til að ljúka ferðinni með trukki. Ein þeirra hitti þar álitlegan mann sem bauð henni heim og hún sló til þrátt fyrir að vinkonurnar væru ekki allskostar sáttar við að hún yrði viðskila við hópinn svo stuttu fyrir brottför. Sú ástsælna fer heim með gaurnum og þegar heim til hans er komið býður hann upp á nudd sem hún þiggur. Hann smyr hana ilmolíum og eitthvað finnst henni lyktin ankannaleg en reynir samt að njóta nuddsins. Víkur nú sögunni að vinkonunum sem halda heim í Airbnb íbúðina en þar uppdagast að þær eru lyklalausar og vinkonan fjarstadda með húslyklana. Þær muna þá eftir því að þær eu með snjallforritið Find my friend. Með aðstoð GPS-forritsins finna þær út í hvaða byggingu vinkonan er niðurkomin og skunda þangað. Eitthvað er nuddið að verða óþægilegt og yfirþyrmandi þegar okkar kona heyrir að utan vinkonurnar kalla á sig. Hún þakkar fyrir nuddið, klæðir sig og yfirgefur nuddarann þrátt fyrir að hann sé ekki sáttur við að hún fari. Morguninn eftir fljúga stöllurnar heim en sú sem hafði fengið nuddið er alveg hreint viðþolslaus af kláða og steypist öll út í útbrotum og fer umsvifalaust á bráðamóttöku, beint af flugvellinum. Þar er henni haldið í rannsóknum sem enda á yfirheyrslum FBI. Nuddolían sem flagarinn hafði borið á hana hafði innihaldið kjötmeyri, efni til að ná seigju úr kjöti. Nuddarinn ætlaði sér sumsé aldrei að sænga hjá dömunni, hann ætlaði að éta hana. Góða helgi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ég heyrði sögu um daginn sem gengur á milli í hópi ungra kvenna. Nokkrar vinkonur frá New York fóru í helgarferð til Parísar og kvöldið fyrir heimferð fóru þær á næturklúbb til að ljúka ferðinni með trukki. Ein þeirra hitti þar álitlegan mann sem bauð henni heim og hún sló til þrátt fyrir að vinkonurnar væru ekki allskostar sáttar við að hún yrði viðskila við hópinn svo stuttu fyrir brottför. Sú ástsælna fer heim með gaurnum og þegar heim til hans er komið býður hann upp á nudd sem hún þiggur. Hann smyr hana ilmolíum og eitthvað finnst henni lyktin ankannaleg en reynir samt að njóta nuddsins. Víkur nú sögunni að vinkonunum sem halda heim í Airbnb íbúðina en þar uppdagast að þær eru lyklalausar og vinkonan fjarstadda með húslyklana. Þær muna þá eftir því að þær eu með snjallforritið Find my friend. Með aðstoð GPS-forritsins finna þær út í hvaða byggingu vinkonan er niðurkomin og skunda þangað. Eitthvað er nuddið að verða óþægilegt og yfirþyrmandi þegar okkar kona heyrir að utan vinkonurnar kalla á sig. Hún þakkar fyrir nuddið, klæðir sig og yfirgefur nuddarann þrátt fyrir að hann sé ekki sáttur við að hún fari. Morguninn eftir fljúga stöllurnar heim en sú sem hafði fengið nuddið er alveg hreint viðþolslaus af kláða og steypist öll út í útbrotum og fer umsvifalaust á bráðamóttöku, beint af flugvellinum. Þar er henni haldið í rannsóknum sem enda á yfirheyrslum FBI. Nuddolían sem flagarinn hafði borið á hana hafði innihaldið kjötmeyri, efni til að ná seigju úr kjöti. Nuddarinn ætlaði sér sumsé aldrei að sænga hjá dömunni, hann ætlaði að éta hana. Góða helgi!
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar