Farþegum Strætó hefur fjölgað um rúmlega 6 prósent það sem af er ári samkvæmt innstigamælingum. Fyrstu átta mánuði ársins voru þau tæpar 7,8 milljónir sem er rúmlega 440 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra.
Til samanburðar fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðisins um 2,3 prósent og ferðamönnum hefur fækkað um 13 prósent.
Fjölgun innstiga var mest í júlí, um rúmlega 90 þúsund, eða 12 prósent. Apríl var eini mánuðurinn þar sem farþegum fækkaði, um rúmlega 50 þúsund eða 6 prósent frá árinu áður.
