Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan hálf þrjú vegna göngumanns sem var slasaður á Þórólfsfelli í Fljótshlíð á Suðurlandi. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kom fyrsta björgunarsveitarfólkið á staðinn þegar klukkan var tíu mínútur gengin í fjögur.
Hann segir að beðið sé frekari mannskaps svo hægt sé að bera göngumanninn nokkur hundruð metra að bílnum. Maðurinn er slasaður á fæti en virðist hafa náð að tilkynna sjálfur ástand sitt til Neyðarlínu en gott símasamband er á svæðinu.
Davíð segir fleira björgunarsveitarfólk væntanlegt enda þurfi töluverðan mannskap til að bera mann nokkur hundruð metra.
Sækja slasaðan göngugarp að Þórólfsfelli
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
