Innlent

Bein útsending: Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á mælendaskrá.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á mælendaskrá. Vísir/vilhelm
Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, eftirlitsstofnun EFTA, utanríkisráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi standa fyrir málstofunni Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA.

Málstofan hefst klukkan 12 og stendur til 13:15 í stofu M209 í Háskólanum í Reykjavík.

Þar verður fjallað um áhrif eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á framkvæmd og beitingu EES samningsins undanfarinn aldarfjórðung og samskipti ESA við íslensk stjórnvöld. Samningsbrotamál og hlutverk ESA í tveggja stoða kerfi EES verða í brennidepli.

Dagskrá:

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Michael Mann sendiherra ESB á Íslandi

Dr. Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innri markaðssviðs ESA.

Fundarstjóri er Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR.

Beint streymi má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×