„Við erum bara ekki dætur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2019 09:00 Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán. Þær vilja ekki kenna sig lengur við föður sinn og sleppa nú þegar föðurnafninu á flestum vígstöðvum. Mannanafnalög sníða þeim þó afar þröngan stakk. Vísir/vilhelm Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. Systurnar standa frammi fyrir því að þurfa að fara til útlanda til að fá að taka upp ættarnafn, eða velja sér föður- eða móðurnafn út í bláinn. Það sætta þær sig ekki við og benda á að þær séu í raun ekki dætur neins. Rétt rúmt ár er á milli Eydísar og Ingibjargar, sem alltaf er kölluð Inga. Eydís er fædd í maí árið 1991 og Inga í júní árið eftir. Eydís stundar nám í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri og vinnur á leikskóla. Inga er með BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og starfar sem NPA-aðstoðarkona. „Í stuttu máli þá voru foreldrar okkar ekki sérlega mikið til staðar,“ segir Eydís. Móðir þeirra systra féll fyrir eigin hendi þegar þær voru 9 og 10 ára og þær dvöldu því drjúgan hluta barnæskunnar og táningsáranna hjá föður sínum. Systurnar segja að verulega hafi tekið að halla undan fæti þegar kona föður þeirra fór frá honum. Hann missti í kjölfarið hús sem hann átti og flutti því með Eydísi og Ingu í raðhús móður sinnar, ömmu Eydísar og Ingu, í Kópavogi. Þar bjuggu þau þangað til hún lést – og í töluverðan tíma eftir það. „Við vorum eiginlega hústökufólk inni á ömmu okkar,“ segir Inga og minnist þess raunar með nokkurri undran að faðir þeirra hafi komist upp með það. Systurnar segja æsku sína litaða fátækt og vanrækslu. Þær voru í tvígang sendar á fósturheimili og hafa ekki haft samband við föður sinn síðan þær voru unglingar. „Pabbi okkar tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að hafa samskipti við okkur þegar við vorum sendar á fósturheimilið í seinna skiptið, þegar ég var 13 og Eydís 14,“ segir Inga. Hélt þeim úr skóla til að halda sér félagsskap Þegar systurnar bjuggu hjá föður sínum misstu þær mikið úr skóla. Eydís lýsir því til að mynda að einn veturinn, þegar hún var 12 ára, hafi hann haldið þeim heima svo mánuðum skipti. „Honum leiddist heima þannig að við vorum heima að halda honum félagsskap,“ bætir Inga við. „Við vorum í sex grunnskólum, vorum mikið að flytja og skipta um skóla. Og þarna misstum við úr heilt ár.“ Systurnar segja andleg og líkamleg veikindi föður síns, og tregðu hans til að leita sér hjálpar, í raun rót vandans. Þannig hafi hann annaðhvort afneitað vandamálunum eða kennt öðrum um þau. „Það var náð í okkur í febrúar. Þá fórum við út í sveit og í skóla. Þannig að ég náði að vera í sjöunda bekk frá febrúar og þangað til í maí. Pabbi var ófær um að sjá um okkur og hann vildi ekki hjálp. Hann hefði samt örugglega fengið hjálp, og það voru örugglega til ýmis úrræði í kerfinu,“ segir Eydís. Systurnar um jól einhvern tímann fyrir aldamót.Mynd/Aðsend Söfnunarárátta og kattaskítur Eftir vist á fósturheimili var systrunum aftur komið fyrir hjá föður sínum. Þar bjuggu þær þangað til að þær voru sóttar í annað – og síðasta – sinn, þá í 8. og 9. bekk. „Þá hafði Heilbrigðiseftirlitið komið heim til okkar. Það var ógeðslegt. Það voru kettir út um allt. Fyrst áttum við einn kött og hann eignaðist kettlinga en pabbi gerði ekkert í því. Hann lét vandamálið hlaða utan á sig þannig að á endanum vorum við með fjórar læður og vorum endalaust að reyna að koma út kettlingum. Og það var allt í kattaskít,“ segir Eydís. „Fyrir utan það var náttúrulega allt á rúi og stúi því að hann er með söfnunaráráttu. Hann átti þúsundir bóka og þúsundir málverka, sem hann keypti í Góða hirðinum. Hann átti endalaust af þeim í kössum. Hann var alltaf að fara í Góða hirðinn að kaupa sér myndir á veggina sem hann hengdi svo aldrei upp,“ segir Inga. Ellefu ára eina fyrirvinnan Systurnar segja föður sinn aldrei hafa viljað sækja um örorkubætur, þó að hann hefði líklega fengið þær. „Hann vildi það ekki af því að honum fannst það eitthvað aumingjamerki. En hann hafði ekki tök á því að vinna þannig að eina innkoma heimilisins voru barnabætur, sem voru fimmtán þúsund krónur fyrir hvora okkar. Svo fór ég að vinna fyrir heimilinu með því að bera út blöð,“ segir Inga. Eydís minnist þess líka. „Þetta var skráð á mig af því að ég var 12 ára. Hún var 11 ára að bera út og pabbi hirti allan peninginn. Þetta var mikil fátækt þarna þegar við vorum unglingar. Síðustu tvær vikur í mánuði áttum við ekki einu sinni fyrir mjólk,“ segir Eydís. Eydís og Inga gera sér glaðan dag í júlí árið 2014.Mynd/Aðsend Verðstríðið sannkölluð gósentíð Hungrið svarf þannig gjarnan að þegar líða tók á mánuðinn. „Ég man að það var samt alltaf eitthvað til inni í skáp. Ég stóð einhvern tímann upp til að taka steikta laukinn út, því að það var það sem ég var að borða í heila viku. Steiktur laukur og Swiss Miss-kakó. Það var arða af næringu í því. En svo leið auðvitað yfir mig. Ég var mjög dugleg að fara í heimsókn til vinkvenna, ég var tíður gestur á matmálstímum. Mömmur vinkvenna minna vissu alveg hvað var í gangi heima,“ segir Inga. Þá lýsir Eydís hinum miklu viðbrigðum sem urðu ætíð um mánaðamót. Þau reyndust þó oftast skammgóður vermir. „Yfirleitt var nú eitthvað til að borða síðustu vikur en það var alltaf eitthvað upp úr frystikistunni. Svo fékk maður alltaf í magann í byrjun mánaðar af því maginn var allt í einu að fá mat. Við borðuðum alltaf eins og við gátum og urðum svo bara veikar. En besti tíminn á þessum árum, þegar við vorum 10-14 ára, var þegar Krónan og Bónus fóru í verðstríð. Þá áttum við sko mjólk út mánuðinn, það var voða fínt. Það var gósentíð á okkar heimili.“ Prímus í myrkrinu Systurnar minnast einnig afar erfiðs tímabils árið 2004, skömmu eftir að þær höfðu verið sendar á fósturheimilið í fyrra skiptið. Þá hafði rafmagnsreikningurinn ekki verið greiddur og fjölskyldan þurfti því að hírast í myrkri og kulda í nokkrar vikur. „Það sem ég er enn að spá í dag er hvernig hann átti fyrir rafmagni og hita. Sem hann átti reyndar ekki alltaf. Það gerðist einu sinni að við vorum rafmagnslaus í tvo mánuði. Enginn ísskápur, engin ljós,“ segir Inga. „Þetta var í lok sumars eða byrjun hausts þannig að þetta slapp,“ rifjar Eydís upp. „En við vorum einhvern tímann með prímus inni að hita einhverja dósasúpu. Þetta var alls konar. Mjög furðulegt.“ Ungir dýravinir á góðri stundu.Mynd/Aðsend Inga tekur undir það. Ástandið hafi raunar verið ömurlegt. „Það var líka svo óþægilegt að það voru engin hljóð í húsinu. Það var alveg grafarþögn. Það var mjög skrýtið af því að maður er vanur að hafa alltaf eitthvað smá suð. Þetta var algjör lágpunktur af því að í fyrra skiptið sem við vorum sendar á Vegamót, fósturheimilið, þá vildum við fara aftur til pabba.“ Systurnar tókust á við ástandið á mismunandi hátt. „Ég átti alltaf mikið af vinum og flúði mjög mikið til þeirra,“ segir Inga. Eydís leitaði hins vegar inn á við. „Ég flúði bara inn í bækur. Ég las og las og las og forðaðist samskipti. Það er líka svo góð flóttaleið fyrir krakka í svona aðstöðu af því að fólk er svo jákvætt gagnvart því að börn lesi. Það hrósuðu mér allir fyrir að vera svona dugleg að lesa en það var enginn sem fylgdist nógu vel með til að fatta að í rauninni var ég bara að draga mig til baka og þroska ekki neina aðra hæfileika að ráði. Þetta var mín flóttaleið, að fara inni í bók, og Inga fór út að hitta vinkonur sínar,“ segir Eydís. Mál systranna var tekið fyrir hjá Barnaverndarnefnd og fór að endingu fyrir dóm, þar sem faðir þeirra tapaði forræðinu endanlega. Þær voru þá sendar á fósturheimilið á Snæfellsnesi. Þar bjuggu systurnar þangað til þær byrjuðu í framhaldsskóla og fluttu þá aftur til höfuðborgarinnar. „Líf okkar er svo margfalt betra án hans. Það er ljótt að segja þetta en hvar værum við í dag ef við værum enn þá hjá honum? Við værum ekki menntaðar, klárlega ekki. Ég veit ekki einu sinni hvað við hefðum gert,“ segir Inga. Þær leggja áherslu á að hann hafi aldrei beitt þær líkamlegu ofbeldi en aðrir hafi þó fengið að finna fyrir honum. Þannig hlaut hann dóm í Hæstarétti fyrir að ráðast á mágkonu sína og var síðar dæmdur fyrir að ráðast á lögreglukonu. Þetta sé til að mynda ein ástæða þess að þær vilji ekki bera nafn hans. Geta ekki borið nafn ókunnugs manns Systurnar eru ekki í neinu sambandi við föður sinn í dag og hafa ekki átt í samskiptum við hann í rúman áratug. Hann hefur samt sem áður enn ákveðna viðveru í lífi þeirra, tilviljanakennda og stopula. Hugmyndin um nafnabreytingu kviknaði raunar í eitt slíkra skipta, þegar Inga hitti hann fyrir tilviljun. „Ég var búin að hugsa mjög lengi um þetta. Það var í raun ekki fyrr en að ég rekst á pabba á förnum vegi, ég var að labba út úr 10-11 á Hlemmi og hann er akkúrat fyrir framan mig, sem ég fer að pæla í þessu. Mér bregður smá, ég hef reyndar oft séð hann út á götu, en við löbbum bara fram hjá hvort öðru og látum eins og við sjáumst ekki, eins og alltaf. Þarna kom uppljómun: Ég get ekki borið nafn þessa manns sem er bara eins og hver annar ókunnugur maður úti á götu,“ segir Inga. Hún tísti um atvikið strax í kjölfarið. Frásögnin vakti mikil viðbrögð, mun meiri en Inga hafði búist við. Vinir, vandamenn og bláókunnugt fólk setti sig í samband við hana, sem hún segir hafa verið afar kærkomið. Umræðan varð að endingu til þess að systurnar stigu fyrstu skrefin í átt að nafnabreytingu. Að varpa föðurnafninu og finna nýtt nafn í staðinn. Áðan rakst ég á pabba minn sem ég hef ekki átt í samskiptum við frá því að barnaverndarnefnd tók mig frá honum 12 ára gamla.Við þóttumst ekki sjá hvort annað og gengum hvort í sína áttina.Ég þarf lagalega að bera nafn hans (eða móður minnar sem ég tengi einnig lítið við)— Sveimhuga (@Inga_toff) August 3, 2019 Fljótlega kom þó í ljós að gildandi lagarammi sníður Eydísi og Ingu afar þröngan stakk. Þær eru skráðar Bergsteinsdætur í Þjóðskrá en vilja ekki heita það lengur. Þeim líst heldur ekki á að kenna sig við móður sína. „Það að við viljum ekki taka upp Brynhildarnafnið er engan veginn óvirðing við minningu hennar en við tengjum ekki við það og hún var ekki til staðar í mörg ár,“ segir Eydís. „Svo dó hún náttúrulega þegar við vorum ungar,“ bætir Inga við. Þá þykir þeim ekki koma til greina að nota nöfn fósturforeldra sinna. „Mér myndi finnast óviðeigandi að kenna mig við þau vegna þess að þau eiga börn, sem eru virkilega þeirra börn. Það er allt annað samband sem þau eiga við sín börn. Það er kannski ein lausn í þessu en hún er bara ekki góð,“ segir Eydís. Hnífurinn stendur í „dóttir“ Lög um kenninöfn eru afar stíf á Íslandi. Þannig er engum heimilt að taka upp nýtt ættarnafn hér á landi og systurnar eiga ekki tilkall til ættarnafns sem þegar er til. Þá geta þær ekki nýtt sér svigrúm í mannanafnalögum sem varð til með nýju frumvarpi um kynrænt sjálfræði en nú er leyfilegt að nota nafn föður eða móður í eignarfalli, þ.e. án dóttur- eða sonarviðbótar, sem kenninafn. Slíkt er aðeins í boði fyrir einstaklinga sem hafa hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá. Eini möguleikinn sem systrunum stendur því til boða, ef þær eru staðráðnar í að fá kenninafni sínu breytt, er því að velja sér glænýtt föður- eða móðurnafn. Eitthvað út í bláinn. Það hugnast þeim ekki. „Við þyrftum þá að vera „dóttir“. Og þar stendur hnífurinn í kúnni, sjáðu til. Við gengum rosalega mikið sjálfala, bæði hjá mömmu og hjá pabba, og það hverjar við erum í dag hefur auðvitað mikið að gera með þau en við höfum svo algjörlega mótað okkur sjálfar og þurft að vera svo miklu sjálfstæðari en langflestir á okkar aldri,“ segir Eydís. „Þetta mætti vera sveigjanlegra fyrir fólk eins og okkur sem kemur úr svona sérstökum aðstæðum. Við megum breyta nafninu okkar, af því að við erum í þessari stöðu, en við þurfum að vera dóttir. En við bara erum ekki dætur. Það er bara þannig,“ segir Inga. Inga og Eydís ásamt Hjalta, bróður sínum, Úlfi, syni Eydísar, og hundum Ingu, Tuma og Rúfusi.Mynd/Aðsend Jón Gnarr og fjarlægur frelsisdraumur Systurnar sendu Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins þegar þær hófu að þreifa fyrir sér í nafnabreytingarferlinu. Í svarinu sem þær fengu eru áðurnefndir möguleikar útlistaðir og eina mögulega niðurstaðan eftir sem áður sú að velja nýtt móður- eða föðurnafn. Starfsmaður Þjóðskrár bendir þeim þó enn fremur á að í einhverjum tilvikum hafi fólk í svipaðri stöðu sneitt fram hjá lögunum með því að fara til útlanda og látið breyta nafni sínu þar. Inga vísar í því samhengi til máls Jóns Gnarrs, grínista og fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, sem fékk kenninafni sínu loks breytt úr Jón Gunnar Kristinsson í Jón Gnarr árið 2015 eftir margra ára baráttu. Jón fékk breytinguna í gegn með því að fá nýja nafnið staðfest úti í Bandaríkjunum, þar sem hann bjó um nokkurt skeið. Þjóðskrá hafnaði raunar fyrst umsókn hans um nafnabreytingu en ákvörðunin var að lokum felld úr gildi, eins og frægt er orðið. Jón hefur verið Gnarr án vandkvæða síðan. Sjá einnig: Jón Gnarr fær að heita Jón Gnarr Systurnar segjast hafa íhugað það alvarlega að fara að fordæmi Jóns, þ.e. halda til útlanda og láta breyta nafninu þar. Þeim þykir sá valkostur þó ekki fýsilegur. Utanlandsferðir eru dýrar, þær þyrftu að skrá lögheimili sitt í viðkomandi landi, og þá bætast einnig við hin ýmsu umsýslugjöld sem fylgja ferlinu, auk útgáfa skjala og skírteina með nýju nöfnunum. Draumurinn væri að sjálfsögðu algjört frelsi. Sá draumur virðist þó fjarlægur eins og sakir standa. „Við gætum farið fram hjá lögunum en af hverju eigum við að þurfa þess? Af hverju er lögunum ekki bara breytt til þess að fólk geti valið? Ég held að dóttur- og sonarkerfið sé ekki í hættu þó að við gerum það. Engan veginn. Þessi lög eru úrelt og ég held að enginn myndi sakna þeirra,“ segir Eydís. Og heldur áfram. „Ég myndi ekki vilja fá einhverja undanþágu. Ég vil bara frelsi fyrir alla. Opinn rétt til að velja sér nafn. Þetta á ekki við í nútímasamfélagi, til dæmis út af hnattvæðingu og mismunandi fjölskyldumynstrum. Fjölskyldumynstur okkar er til dæmis engir foreldrar. Við tengjum ekki við þetta fólk og af hverju þurfum við þá að nefna okkur eftir því eða út í bláinn? Ég nota aldrei föðurnafnið lengur nema ég sé að skrifa undir eitthvað en það er samt alltaf skrýtið. Af hverju þarf ég að að skrifa nafnið á þessum manni?“ Brimberg og Bergvík Framtíð nýja nafnsins er þannig óljós vegna lagabókstafsins, en ekki síður sökum þess að nafnið sjálft hefur enn ekki verið valið. Inga sagði frá nafnahugleiðingunum í Facebook-færslu í ágúst og óskaði í leiðinni eftir tillögum að ættarnafni sem þær systur gætu tekið upp. Hugmyndin væri að halda í Berg-hluta föðurnafnsins, sem Eydísi og Ingu þykir báðum afar fallegur. Með því yrði breytingin enn fremur ekki jafnmikil viðbrigði. „Maður er óhjákvæmilega í svolítilli krísu vegna þess að við erum vanar þessu nafni, við höfum heitið þetta alla tíð,“ segir Inga. Þá þætti þeim betra ef nafnið væri ekki rótgróið, jafnvel einstakt og alveg nýtt. Svona til þess að troða ekki neinum um tær. Viðbrögðin við færslunni létu ekki á sér standa. Bláberg, Ljósberg, Bergsteð, Stuðberg, Bergamót, Bergvon og Berglind eru allt tillögur sem velt var upp. Systurnar eiga sér þó báðar eftirlætisnöfn – Eydís er hrifin af nafninu Bergvík en Inga hefur augastað á Brimberg. „Það er reyndar eitthvað útgerðarfyrirtæki á Seyðisfirði sem heitir Brimberg. Þannig að við þyrftum kannski að hafa samband við þau og spyrja hvort við megum nota nafnið,“ segir Inga. Systurnar standa því frammi fyrir erfiðu verkefni: að koma sér saman um nafn. Það er mikilvæg ákvörðun að taka – sérstaklega í ljósi þess að núgildandi mannanafnalög leyfa bara eina nafnabreytingu og engin lagabreyting þess efnis í augsýn. „Við eigum eftir að halda fund og fara betur yfir tillögurnar,“ segir Eydís. „Við viljum allavega hafa sama nafnið, svo mikið er víst. Af því að þetta er okkar saga.“ Fjölskyldumál Mannanöfn Viðtal Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. Systurnar standa frammi fyrir því að þurfa að fara til útlanda til að fá að taka upp ættarnafn, eða velja sér föður- eða móðurnafn út í bláinn. Það sætta þær sig ekki við og benda á að þær séu í raun ekki dætur neins. Rétt rúmt ár er á milli Eydísar og Ingibjargar, sem alltaf er kölluð Inga. Eydís er fædd í maí árið 1991 og Inga í júní árið eftir. Eydís stundar nám í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri og vinnur á leikskóla. Inga er með BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og starfar sem NPA-aðstoðarkona. „Í stuttu máli þá voru foreldrar okkar ekki sérlega mikið til staðar,“ segir Eydís. Móðir þeirra systra féll fyrir eigin hendi þegar þær voru 9 og 10 ára og þær dvöldu því drjúgan hluta barnæskunnar og táningsáranna hjá föður sínum. Systurnar segja að verulega hafi tekið að halla undan fæti þegar kona föður þeirra fór frá honum. Hann missti í kjölfarið hús sem hann átti og flutti því með Eydísi og Ingu í raðhús móður sinnar, ömmu Eydísar og Ingu, í Kópavogi. Þar bjuggu þau þangað til hún lést – og í töluverðan tíma eftir það. „Við vorum eiginlega hústökufólk inni á ömmu okkar,“ segir Inga og minnist þess raunar með nokkurri undran að faðir þeirra hafi komist upp með það. Systurnar segja æsku sína litaða fátækt og vanrækslu. Þær voru í tvígang sendar á fósturheimili og hafa ekki haft samband við föður sinn síðan þær voru unglingar. „Pabbi okkar tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að hafa samskipti við okkur þegar við vorum sendar á fósturheimilið í seinna skiptið, þegar ég var 13 og Eydís 14,“ segir Inga. Hélt þeim úr skóla til að halda sér félagsskap Þegar systurnar bjuggu hjá föður sínum misstu þær mikið úr skóla. Eydís lýsir því til að mynda að einn veturinn, þegar hún var 12 ára, hafi hann haldið þeim heima svo mánuðum skipti. „Honum leiddist heima þannig að við vorum heima að halda honum félagsskap,“ bætir Inga við. „Við vorum í sex grunnskólum, vorum mikið að flytja og skipta um skóla. Og þarna misstum við úr heilt ár.“ Systurnar segja andleg og líkamleg veikindi föður síns, og tregðu hans til að leita sér hjálpar, í raun rót vandans. Þannig hafi hann annaðhvort afneitað vandamálunum eða kennt öðrum um þau. „Það var náð í okkur í febrúar. Þá fórum við út í sveit og í skóla. Þannig að ég náði að vera í sjöunda bekk frá febrúar og þangað til í maí. Pabbi var ófær um að sjá um okkur og hann vildi ekki hjálp. Hann hefði samt örugglega fengið hjálp, og það voru örugglega til ýmis úrræði í kerfinu,“ segir Eydís. Systurnar um jól einhvern tímann fyrir aldamót.Mynd/Aðsend Söfnunarárátta og kattaskítur Eftir vist á fósturheimili var systrunum aftur komið fyrir hjá föður sínum. Þar bjuggu þær þangað til að þær voru sóttar í annað – og síðasta – sinn, þá í 8. og 9. bekk. „Þá hafði Heilbrigðiseftirlitið komið heim til okkar. Það var ógeðslegt. Það voru kettir út um allt. Fyrst áttum við einn kött og hann eignaðist kettlinga en pabbi gerði ekkert í því. Hann lét vandamálið hlaða utan á sig þannig að á endanum vorum við með fjórar læður og vorum endalaust að reyna að koma út kettlingum. Og það var allt í kattaskít,“ segir Eydís. „Fyrir utan það var náttúrulega allt á rúi og stúi því að hann er með söfnunaráráttu. Hann átti þúsundir bóka og þúsundir málverka, sem hann keypti í Góða hirðinum. Hann átti endalaust af þeim í kössum. Hann var alltaf að fara í Góða hirðinn að kaupa sér myndir á veggina sem hann hengdi svo aldrei upp,“ segir Inga. Ellefu ára eina fyrirvinnan Systurnar segja föður sinn aldrei hafa viljað sækja um örorkubætur, þó að hann hefði líklega fengið þær. „Hann vildi það ekki af því að honum fannst það eitthvað aumingjamerki. En hann hafði ekki tök á því að vinna þannig að eina innkoma heimilisins voru barnabætur, sem voru fimmtán þúsund krónur fyrir hvora okkar. Svo fór ég að vinna fyrir heimilinu með því að bera út blöð,“ segir Inga. Eydís minnist þess líka. „Þetta var skráð á mig af því að ég var 12 ára. Hún var 11 ára að bera út og pabbi hirti allan peninginn. Þetta var mikil fátækt þarna þegar við vorum unglingar. Síðustu tvær vikur í mánuði áttum við ekki einu sinni fyrir mjólk,“ segir Eydís. Eydís og Inga gera sér glaðan dag í júlí árið 2014.Mynd/Aðsend Verðstríðið sannkölluð gósentíð Hungrið svarf þannig gjarnan að þegar líða tók á mánuðinn. „Ég man að það var samt alltaf eitthvað til inni í skáp. Ég stóð einhvern tímann upp til að taka steikta laukinn út, því að það var það sem ég var að borða í heila viku. Steiktur laukur og Swiss Miss-kakó. Það var arða af næringu í því. En svo leið auðvitað yfir mig. Ég var mjög dugleg að fara í heimsókn til vinkvenna, ég var tíður gestur á matmálstímum. Mömmur vinkvenna minna vissu alveg hvað var í gangi heima,“ segir Inga. Þá lýsir Eydís hinum miklu viðbrigðum sem urðu ætíð um mánaðamót. Þau reyndust þó oftast skammgóður vermir. „Yfirleitt var nú eitthvað til að borða síðustu vikur en það var alltaf eitthvað upp úr frystikistunni. Svo fékk maður alltaf í magann í byrjun mánaðar af því maginn var allt í einu að fá mat. Við borðuðum alltaf eins og við gátum og urðum svo bara veikar. En besti tíminn á þessum árum, þegar við vorum 10-14 ára, var þegar Krónan og Bónus fóru í verðstríð. Þá áttum við sko mjólk út mánuðinn, það var voða fínt. Það var gósentíð á okkar heimili.“ Prímus í myrkrinu Systurnar minnast einnig afar erfiðs tímabils árið 2004, skömmu eftir að þær höfðu verið sendar á fósturheimilið í fyrra skiptið. Þá hafði rafmagnsreikningurinn ekki verið greiddur og fjölskyldan þurfti því að hírast í myrkri og kulda í nokkrar vikur. „Það sem ég er enn að spá í dag er hvernig hann átti fyrir rafmagni og hita. Sem hann átti reyndar ekki alltaf. Það gerðist einu sinni að við vorum rafmagnslaus í tvo mánuði. Enginn ísskápur, engin ljós,“ segir Inga. „Þetta var í lok sumars eða byrjun hausts þannig að þetta slapp,“ rifjar Eydís upp. „En við vorum einhvern tímann með prímus inni að hita einhverja dósasúpu. Þetta var alls konar. Mjög furðulegt.“ Ungir dýravinir á góðri stundu.Mynd/Aðsend Inga tekur undir það. Ástandið hafi raunar verið ömurlegt. „Það var líka svo óþægilegt að það voru engin hljóð í húsinu. Það var alveg grafarþögn. Það var mjög skrýtið af því að maður er vanur að hafa alltaf eitthvað smá suð. Þetta var algjör lágpunktur af því að í fyrra skiptið sem við vorum sendar á Vegamót, fósturheimilið, þá vildum við fara aftur til pabba.“ Systurnar tókust á við ástandið á mismunandi hátt. „Ég átti alltaf mikið af vinum og flúði mjög mikið til þeirra,“ segir Inga. Eydís leitaði hins vegar inn á við. „Ég flúði bara inn í bækur. Ég las og las og las og forðaðist samskipti. Það er líka svo góð flóttaleið fyrir krakka í svona aðstöðu af því að fólk er svo jákvætt gagnvart því að börn lesi. Það hrósuðu mér allir fyrir að vera svona dugleg að lesa en það var enginn sem fylgdist nógu vel með til að fatta að í rauninni var ég bara að draga mig til baka og þroska ekki neina aðra hæfileika að ráði. Þetta var mín flóttaleið, að fara inni í bók, og Inga fór út að hitta vinkonur sínar,“ segir Eydís. Mál systranna var tekið fyrir hjá Barnaverndarnefnd og fór að endingu fyrir dóm, þar sem faðir þeirra tapaði forræðinu endanlega. Þær voru þá sendar á fósturheimilið á Snæfellsnesi. Þar bjuggu systurnar þangað til þær byrjuðu í framhaldsskóla og fluttu þá aftur til höfuðborgarinnar. „Líf okkar er svo margfalt betra án hans. Það er ljótt að segja þetta en hvar værum við í dag ef við værum enn þá hjá honum? Við værum ekki menntaðar, klárlega ekki. Ég veit ekki einu sinni hvað við hefðum gert,“ segir Inga. Þær leggja áherslu á að hann hafi aldrei beitt þær líkamlegu ofbeldi en aðrir hafi þó fengið að finna fyrir honum. Þannig hlaut hann dóm í Hæstarétti fyrir að ráðast á mágkonu sína og var síðar dæmdur fyrir að ráðast á lögreglukonu. Þetta sé til að mynda ein ástæða þess að þær vilji ekki bera nafn hans. Geta ekki borið nafn ókunnugs manns Systurnar eru ekki í neinu sambandi við föður sinn í dag og hafa ekki átt í samskiptum við hann í rúman áratug. Hann hefur samt sem áður enn ákveðna viðveru í lífi þeirra, tilviljanakennda og stopula. Hugmyndin um nafnabreytingu kviknaði raunar í eitt slíkra skipta, þegar Inga hitti hann fyrir tilviljun. „Ég var búin að hugsa mjög lengi um þetta. Það var í raun ekki fyrr en að ég rekst á pabba á förnum vegi, ég var að labba út úr 10-11 á Hlemmi og hann er akkúrat fyrir framan mig, sem ég fer að pæla í þessu. Mér bregður smá, ég hef reyndar oft séð hann út á götu, en við löbbum bara fram hjá hvort öðru og látum eins og við sjáumst ekki, eins og alltaf. Þarna kom uppljómun: Ég get ekki borið nafn þessa manns sem er bara eins og hver annar ókunnugur maður úti á götu,“ segir Inga. Hún tísti um atvikið strax í kjölfarið. Frásögnin vakti mikil viðbrögð, mun meiri en Inga hafði búist við. Vinir, vandamenn og bláókunnugt fólk setti sig í samband við hana, sem hún segir hafa verið afar kærkomið. Umræðan varð að endingu til þess að systurnar stigu fyrstu skrefin í átt að nafnabreytingu. Að varpa föðurnafninu og finna nýtt nafn í staðinn. Áðan rakst ég á pabba minn sem ég hef ekki átt í samskiptum við frá því að barnaverndarnefnd tók mig frá honum 12 ára gamla.Við þóttumst ekki sjá hvort annað og gengum hvort í sína áttina.Ég þarf lagalega að bera nafn hans (eða móður minnar sem ég tengi einnig lítið við)— Sveimhuga (@Inga_toff) August 3, 2019 Fljótlega kom þó í ljós að gildandi lagarammi sníður Eydísi og Ingu afar þröngan stakk. Þær eru skráðar Bergsteinsdætur í Þjóðskrá en vilja ekki heita það lengur. Þeim líst heldur ekki á að kenna sig við móður sína. „Það að við viljum ekki taka upp Brynhildarnafnið er engan veginn óvirðing við minningu hennar en við tengjum ekki við það og hún var ekki til staðar í mörg ár,“ segir Eydís. „Svo dó hún náttúrulega þegar við vorum ungar,“ bætir Inga við. Þá þykir þeim ekki koma til greina að nota nöfn fósturforeldra sinna. „Mér myndi finnast óviðeigandi að kenna mig við þau vegna þess að þau eiga börn, sem eru virkilega þeirra börn. Það er allt annað samband sem þau eiga við sín börn. Það er kannski ein lausn í þessu en hún er bara ekki góð,“ segir Eydís. Hnífurinn stendur í „dóttir“ Lög um kenninöfn eru afar stíf á Íslandi. Þannig er engum heimilt að taka upp nýtt ættarnafn hér á landi og systurnar eiga ekki tilkall til ættarnafns sem þegar er til. Þá geta þær ekki nýtt sér svigrúm í mannanafnalögum sem varð til með nýju frumvarpi um kynrænt sjálfræði en nú er leyfilegt að nota nafn föður eða móður í eignarfalli, þ.e. án dóttur- eða sonarviðbótar, sem kenninafn. Slíkt er aðeins í boði fyrir einstaklinga sem hafa hlutlausa kynskráningu í Þjóðskrá. Eini möguleikinn sem systrunum stendur því til boða, ef þær eru staðráðnar í að fá kenninafni sínu breytt, er því að velja sér glænýtt föður- eða móðurnafn. Eitthvað út í bláinn. Það hugnast þeim ekki. „Við þyrftum þá að vera „dóttir“. Og þar stendur hnífurinn í kúnni, sjáðu til. Við gengum rosalega mikið sjálfala, bæði hjá mömmu og hjá pabba, og það hverjar við erum í dag hefur auðvitað mikið að gera með þau en við höfum svo algjörlega mótað okkur sjálfar og þurft að vera svo miklu sjálfstæðari en langflestir á okkar aldri,“ segir Eydís. „Þetta mætti vera sveigjanlegra fyrir fólk eins og okkur sem kemur úr svona sérstökum aðstæðum. Við megum breyta nafninu okkar, af því að við erum í þessari stöðu, en við þurfum að vera dóttir. En við bara erum ekki dætur. Það er bara þannig,“ segir Inga. Inga og Eydís ásamt Hjalta, bróður sínum, Úlfi, syni Eydísar, og hundum Ingu, Tuma og Rúfusi.Mynd/Aðsend Jón Gnarr og fjarlægur frelsisdraumur Systurnar sendu Þjóðskrá fyrirspurn vegna málsins þegar þær hófu að þreifa fyrir sér í nafnabreytingarferlinu. Í svarinu sem þær fengu eru áðurnefndir möguleikar útlistaðir og eina mögulega niðurstaðan eftir sem áður sú að velja nýtt móður- eða föðurnafn. Starfsmaður Þjóðskrár bendir þeim þó enn fremur á að í einhverjum tilvikum hafi fólk í svipaðri stöðu sneitt fram hjá lögunum með því að fara til útlanda og látið breyta nafni sínu þar. Inga vísar í því samhengi til máls Jóns Gnarrs, grínista og fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, sem fékk kenninafni sínu loks breytt úr Jón Gunnar Kristinsson í Jón Gnarr árið 2015 eftir margra ára baráttu. Jón fékk breytinguna í gegn með því að fá nýja nafnið staðfest úti í Bandaríkjunum, þar sem hann bjó um nokkurt skeið. Þjóðskrá hafnaði raunar fyrst umsókn hans um nafnabreytingu en ákvörðunin var að lokum felld úr gildi, eins og frægt er orðið. Jón hefur verið Gnarr án vandkvæða síðan. Sjá einnig: Jón Gnarr fær að heita Jón Gnarr Systurnar segjast hafa íhugað það alvarlega að fara að fordæmi Jóns, þ.e. halda til útlanda og láta breyta nafninu þar. Þeim þykir sá valkostur þó ekki fýsilegur. Utanlandsferðir eru dýrar, þær þyrftu að skrá lögheimili sitt í viðkomandi landi, og þá bætast einnig við hin ýmsu umsýslugjöld sem fylgja ferlinu, auk útgáfa skjala og skírteina með nýju nöfnunum. Draumurinn væri að sjálfsögðu algjört frelsi. Sá draumur virðist þó fjarlægur eins og sakir standa. „Við gætum farið fram hjá lögunum en af hverju eigum við að þurfa þess? Af hverju er lögunum ekki bara breytt til þess að fólk geti valið? Ég held að dóttur- og sonarkerfið sé ekki í hættu þó að við gerum það. Engan veginn. Þessi lög eru úrelt og ég held að enginn myndi sakna þeirra,“ segir Eydís. Og heldur áfram. „Ég myndi ekki vilja fá einhverja undanþágu. Ég vil bara frelsi fyrir alla. Opinn rétt til að velja sér nafn. Þetta á ekki við í nútímasamfélagi, til dæmis út af hnattvæðingu og mismunandi fjölskyldumynstrum. Fjölskyldumynstur okkar er til dæmis engir foreldrar. Við tengjum ekki við þetta fólk og af hverju þurfum við þá að nefna okkur eftir því eða út í bláinn? Ég nota aldrei föðurnafnið lengur nema ég sé að skrifa undir eitthvað en það er samt alltaf skrýtið. Af hverju þarf ég að að skrifa nafnið á þessum manni?“ Brimberg og Bergvík Framtíð nýja nafnsins er þannig óljós vegna lagabókstafsins, en ekki síður sökum þess að nafnið sjálft hefur enn ekki verið valið. Inga sagði frá nafnahugleiðingunum í Facebook-færslu í ágúst og óskaði í leiðinni eftir tillögum að ættarnafni sem þær systur gætu tekið upp. Hugmyndin væri að halda í Berg-hluta föðurnafnsins, sem Eydísi og Ingu þykir báðum afar fallegur. Með því yrði breytingin enn fremur ekki jafnmikil viðbrigði. „Maður er óhjákvæmilega í svolítilli krísu vegna þess að við erum vanar þessu nafni, við höfum heitið þetta alla tíð,“ segir Inga. Þá þætti þeim betra ef nafnið væri ekki rótgróið, jafnvel einstakt og alveg nýtt. Svona til þess að troða ekki neinum um tær. Viðbrögðin við færslunni létu ekki á sér standa. Bláberg, Ljósberg, Bergsteð, Stuðberg, Bergamót, Bergvon og Berglind eru allt tillögur sem velt var upp. Systurnar eiga sér þó báðar eftirlætisnöfn – Eydís er hrifin af nafninu Bergvík en Inga hefur augastað á Brimberg. „Það er reyndar eitthvað útgerðarfyrirtæki á Seyðisfirði sem heitir Brimberg. Þannig að við þyrftum kannski að hafa samband við þau og spyrja hvort við megum nota nafnið,“ segir Inga. Systurnar standa því frammi fyrir erfiðu verkefni: að koma sér saman um nafn. Það er mikilvæg ákvörðun að taka – sérstaklega í ljósi þess að núgildandi mannanafnalög leyfa bara eina nafnabreytingu og engin lagabreyting þess efnis í augsýn. „Við eigum eftir að halda fund og fara betur yfir tillögurnar,“ segir Eydís. „Við viljum allavega hafa sama nafnið, svo mikið er víst. Af því að þetta er okkar saga.“
Fjölskyldumál Mannanöfn Viðtal Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira