Litla Grá sögð frökk en Litla Hvít er feimin Björn Þorfinnsson skrifar 9. október 2019 06:15 Litla Grá skoðar ljósmyndara Fréttablaðsins en Litla Hvít fylgist með úr öruggri fjarlægð. Hitastig laugarinnar sem þær dveljast í verður lækkað smátt og smátt á næstu mánuðum til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem bíða systranna í sjókví í Klettsvík í vor. Fréttablaðið/Óskar Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar fluttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heimkynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rússneskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatnið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verkefnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuðum 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í september á þessu ári.Audrey Padgett ásamt hinni forvitnu Litlu Gráfréttablaðið/óskar„Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvölunum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Velferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tignarlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig fljótt á að systurnar eru gjörólíkar að skapgerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmannaeyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur staður sem ég er heppin að fá að upplifa,“ segir Audrey og minnist sérstaklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar fluttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heimkynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rússneskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatnið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verkefnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuðum 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í september á þessu ári.Audrey Padgett ásamt hinni forvitnu Litlu Gráfréttablaðið/óskar„Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvölunum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Velferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tignarlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig fljótt á að systurnar eru gjörólíkar að skapgerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmannaeyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur staður sem ég er heppin að fá að upplifa,“ segir Audrey og minnist sérstaklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira