Allir tapa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2019 07:00 Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. Mál, sem er eitt af fjölmörgum af sama meiði og hefur orðið til þess að líf ungs og efnilegs fólks er hreinlega sett í biðstöðu á meðan hver stofnunin á fætur annarri finnur því flest til foráttu, efnir til sífellt nýrra rannsókna, kyrrsetur allar þess eignir, leggur á það tugmilljóna sektir og dregur það að lokum fyrir dómstóla. Mál Sigur Rósar var rannsakað af þremur embættum; ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Rannsóknin stóð yfir í 712 daga, eða þar til ákæra var gefin út. Síðan liðu 622 dagar til viðbótar áður en málið komst loks til kasta dómstóla. Á þessum rúmu þremur árum höfðu meðlimir sveitarinnar unað refsingu ríkisskattstjóra um að greiða rúmlega 70 milljónir króna í sekt en næsta stjórnvaldi fannst það ekki nóg og vildi þá bak við lás og slá. Ítrekað hefur verið bent á að þessi margfalda málsmeðferð er andstæð lögum og gengur í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þrátt fyrir hvern áfellisdóminn á fætur öðrum þráast íslensk stjórnvöld við að viðurkenna eigin mistök á meðan aðrar þjóðir á borð við Finna, Norðmenn og Svía hafa fyrir löngu breytt fyrirkomulagi sínu á meðferð skattrannsóknarmála með góðum árangri. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara, sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, í þingfestingu sem blaðamaður Fréttablaðsins sat nýverið, þar sem meðferð skattamála var til umræðu. Þessir ágallar á kerfinu leiða til þess að mál verða aldrei leidd almennilega til lykta og engin niðurstaða fæst í þau. Það einfaldlega tekur því ekki að dæma í þeim enda samræmist meðferð þeirra ekki lögum og er vísað frá jafnharðan. Þetta eru ágallar sem ríkinu hefur verið bent á árum saman, hvort sem er af ráðherrum, embættismönnum, dómurum, skattrannsóknarstjóra eða lögmönnum, og ágallar sem leiða til þess að ríkið brýtur á fólki og þarf síðan að borga því bætur eftir áralanga þrautagöngu þess í gegnum úrelt réttarkerfið. Þeir sem koma að þessum málum verða að vita að þeir eru með lífsgæði fólks í höndum sér. Sá sem bíður niðurstöðu dómstóla milli vonar og ótta þarf oft að líða óþarfar vítiskvalir vegna seinagangs í réttarkerfinu, sem er ólíðandi og oft og tíðum, líkt og raun hefur borið vitni, með öllu óþarft. Þessi tregða við að fylgja dómum Mannréttindadómstólsins hefur ekkert upp á sig. Ávinningurinn er enginn og allir tapa. Hættum að gera sömu mistökin aftur og aftur – það borgar sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Ríkið féll á prófinu, enn eina ferðina, í liðinni viku. Meintu skattsvikamáli heimsfrægrar hljómsveitar var vísað frá dómi, eftir að hafa velkst um í kerfinu í rúmlega 1.300 daga. Mál, sem er eitt af fjölmörgum af sama meiði og hefur orðið til þess að líf ungs og efnilegs fólks er hreinlega sett í biðstöðu á meðan hver stofnunin á fætur annarri finnur því flest til foráttu, efnir til sífellt nýrra rannsókna, kyrrsetur allar þess eignir, leggur á það tugmilljóna sektir og dregur það að lokum fyrir dómstóla. Mál Sigur Rósar var rannsakað af þremur embættum; ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Rannsóknin stóð yfir í 712 daga, eða þar til ákæra var gefin út. Síðan liðu 622 dagar til viðbótar áður en málið komst loks til kasta dómstóla. Á þessum rúmu þremur árum höfðu meðlimir sveitarinnar unað refsingu ríkisskattstjóra um að greiða rúmlega 70 milljónir króna í sekt en næsta stjórnvaldi fannst það ekki nóg og vildi þá bak við lás og slá. Ítrekað hefur verið bent á að þessi margfalda málsmeðferð er andstæð lögum og gengur í berhögg við Mannréttindasáttmála Evrópu. Þrátt fyrir hvern áfellisdóminn á fætur öðrum þráast íslensk stjórnvöld við að viðurkenna eigin mistök á meðan aðrar þjóðir á borð við Finna, Norðmenn og Svía hafa fyrir löngu breytt fyrirkomulagi sínu á meðferð skattrannsóknarmála með góðum árangri. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara, sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón St. Marteinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, í þingfestingu sem blaðamaður Fréttablaðsins sat nýverið, þar sem meðferð skattamála var til umræðu. Þessir ágallar á kerfinu leiða til þess að mál verða aldrei leidd almennilega til lykta og engin niðurstaða fæst í þau. Það einfaldlega tekur því ekki að dæma í þeim enda samræmist meðferð þeirra ekki lögum og er vísað frá jafnharðan. Þetta eru ágallar sem ríkinu hefur verið bent á árum saman, hvort sem er af ráðherrum, embættismönnum, dómurum, skattrannsóknarstjóra eða lögmönnum, og ágallar sem leiða til þess að ríkið brýtur á fólki og þarf síðan að borga því bætur eftir áralanga þrautagöngu þess í gegnum úrelt réttarkerfið. Þeir sem koma að þessum málum verða að vita að þeir eru með lífsgæði fólks í höndum sér. Sá sem bíður niðurstöðu dómstóla milli vonar og ótta þarf oft að líða óþarfar vítiskvalir vegna seinagangs í réttarkerfinu, sem er ólíðandi og oft og tíðum, líkt og raun hefur borið vitni, með öllu óþarft. Þessi tregða við að fylgja dómum Mannréttindadómstólsins hefur ekkert upp á sig. Ávinningurinn er enginn og allir tapa. Hættum að gera sömu mistökin aftur og aftur – það borgar sig.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun