Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 18:49 Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Eldur kom upp í svefnherbergi í Jórufelli í Breiðholti fyrir rúmri viku síðan og varð íbúðin alelda. Í íbúðinni bjó einstæður faðir, Árni Gunnlaugsson, með þrjá syni sína og voru tveir drengjanna heima þegar eldurinn kom upp. Árni er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Árni var í vinnunni og fékk símtal frá elsta drengnum um að það væri eldur heima en svo náði hann ekkert í syni sína aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fann þá ekki í fyrstu fyrir framan blokkina. Hann óttaðist hið versta. „Ég veit ekki hversu langur tími leið þar til ég rak augun í þá í mannmergðinni fyrir framan húsið og því verður náttúrulega aldrei með orðum lýst hversu létt mér varð,“ segir Árni og verður klökkur við að rifja upp þetta kvöld.Var að fikta með eld Elías og Gunnlaugur, fjórtán og sextán ára, voru einir heima. Eldurinn kom upp í herbergi Gunnlaugs. „Ég var að fikta með eld. Ég var að leika mér að kveikja í Haribo-umbúðum og það fór á dýnuna og eldurinn fór hratt um,“ segir Gunnlaugur. Það var eldri bróðir hans Elías Aron sem hringdi í pabba sinn og svo í Neyðarlínuna. Fyrst hélt hann að þetta væri eitthvað sem þeir gætu slökkt. „En svo kom ég inn í herbergið hans og sá að það var heilt bál á rúminu,“ segir Elías. Hann hafði mestar áhyggjur af fólkinu í blokkinni og hugsaði ekki eitt andartak um að bjarga hlutum úr íbúðinni. Sem betur fer komust allir heilir á húfi úr húsinu og engan sakaði. Feðgarnir gistu á farfuglaheimili fyrstu næturnar eftir brunann. Rauði krossinn greiddi fyrir tvær nætur en svo leyfði eigandi farfuglaheimilisins þeim að gista lengur eða þar til þeir fengu tóma íbúð í smáíbúðahverfinu að láni til að vera í. Það er ekkert í íbúðinni nema dýnur og sængur. „Það er allt farið. Allt,“ segir Árni. „Eins og segir í gömlu auglýsingunni „þú tryggir ekki eftir á.“ Það er allt ótryggt, engin heimilistrygging, þannig að það er allt farið. Við verðum bara að byrja upp á nýtt,“ segir Árni.Hafa stofnað söfnunarreikning En það er erfitt að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar og því hefur fjölskylda og vinir feðganna opnað söfnunarreikning. Fanney Gunnlaugsdóttir, systir Árna, segir róður Árna hafa verið nægilega þungan fyrir brunann. „Staðan hans er eins slæm og hægt er,“ segir hún. „Hann er einn með þrjá stráka og missti allt í brunanum. Þetta eru unglingsstrákar sem þurfa mikinn stuðning og ofboðslega mikilvægt að þeir fái öryggi sitt aftur.“ Þau sem vilja styrkja feðgana er bent á söfnunarreikning til stuðnings þeim. Reikningurinn er skráður á yngsta soninn í fjölskyldunni.Reikningsnúmerið er: 0331-22-003842 / kt. 090206-3380 Einnig er hægt að hafa samband við Árna í gegnum tölvupóst (arnihelgi1@hotmail.com) ef fólk vill styðja feðgana með húsgögnum, fatnaði, tölvum eða öðrum hlutum sem gagnast í daglegu lífi.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Mikill eldur logaði í íbúð í Jórufelli Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir miðnætti eftir að tilkynning barst um að eldur logaði í íbúð á þriðju hæð, í blokk í Jórufelli. 29. september 2019 00:50