Lögreglan á Suðurlandi framkvæmdi húsleit í húsi í Hveragerði í liðinni viku og handtók húsráðanda. Sá er grunaður um ræktun á kannabis í húsinu og skúr sem stendur þar við hliðina.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að lagt hafi verið hald á nokkurn fjölda kannabisplantna og eins umtalsvert fjármagn í reiðufé í ýmsum gjaldmiðlum.
Rannsókn málsins hefur vakið grunsemdir um peningaþvætti tengt framleiðslu og sölu fíkniefna, segir í tilkynningu frá lögreglu.
Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
