Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna elds á verk­stæði á Hellu

Atli Ísleifsson skrifar
Brunavarnir Rangárvallasýslu sendu slökkviliðsmenn á staðinn.
Brunavarnir Rangárvallasýslu sendu slökkviliðsmenn á staðinn. Mynd/Mikael Darri
Slökkvilið Brunavarna Rangárvallasýslu var kallað út skömmu fyrir klukkan 18 í dag eftir að eldur kom upp á rafmagnsverkstæðinu Ljósá á Hellu.

Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri segir að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn sem kom upp innanhúss. Er nú verið að reykræsta og tryggja að eldur blossi ekki upp að nýju.

Hann segir að alls hafi 21 slökkviliðsmaður verið að störfum, en bílar voru sendir bæði frá Hellu og Hvolsvelli.

Leifur Bjarki segist telja að verkstæðið sé ónýtt, en að húsið sé steinsteypt og sé hægt að bjarga því.

Enginn slasaðist í eldinum en verkstæðið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.



Fréttin hefur verið uppfærð.


Brunavarnir Rangárvallasýslu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×