Bifreið hafnaði utan vegar á Vesturlandsvegi í Grafarholti um klukkan níu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Hann slasaðist ekki við óhappið og var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.
Í dgabók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir jafnframt að ökumaðurinn sé einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Bifreiðin var dregin af vettvangi.

