Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 18:39 Frá Akranesi. Ágústa Elín tók við embætti skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Mynd/veitur Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra.DV greinir frá þessu í dag og hefur eftir Garðari Norðdahl, formanni kennarafélags skólans. Þar segir að 38 kennarar af þeim 44 sem teljast „undirskriftarbærir“ hafi skrifað undir yfirlýsinguna. Alls eru kennarar 46, en tveir sækjast nú sjálfir eftir stöðu skólameistara við skólann. Óánægja hefur verið meðal starfsmanna skólans með störf og stjórnunarhætti Ágústu Elínar, en Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Hefur ríkið þurft að greiða fimm milljónir í bætur og málskostnað vegna ólögmætrar ákvörðunar Ágústu Elínar að víkja fyrrverandi aðstoðarskólameistara fyrirvaralaust frá störfum.Kærði ákvörðun Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvað fyrr á árinu að auglýsa stöðu skólameistara FVA. Ágústa Elín ákvað að kæra ákvörðunina þar sem henni hafi átt að berast tilkynning um ákvörðun ráðherra 30. júní, en að tilkynningin hafi ekki borist formlega fyrr en of seint. Segir á vef DV að ráðherra hafi hringt í Ágústu síðasta dag júnímánaðar, en að tilkynning hafi ekki borist fyrr en degi seinna og svo í ábyrgðarpósti 4. júlí. Kæra Ágústu Elínar sætir flýtimeðferð samkvæmt lögum um einkamál. Á vef ráðuneytisins kemur fram að Lilja hafi farið þess á leit við forsætisráðherra að hann feli öðrum í ríkisstjórn að skipa í embætti skólameistara FVA á grundvelli auglýsingar. Akranes Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra.DV greinir frá þessu í dag og hefur eftir Garðari Norðdahl, formanni kennarafélags skólans. Þar segir að 38 kennarar af þeim 44 sem teljast „undirskriftarbærir“ hafi skrifað undir yfirlýsinguna. Alls eru kennarar 46, en tveir sækjast nú sjálfir eftir stöðu skólameistara við skólann. Óánægja hefur verið meðal starfsmanna skólans með störf og stjórnunarhætti Ágústu Elínar, en Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Hefur ríkið þurft að greiða fimm milljónir í bætur og málskostnað vegna ólögmætrar ákvörðunar Ágústu Elínar að víkja fyrrverandi aðstoðarskólameistara fyrirvaralaust frá störfum.Kærði ákvörðun Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvað fyrr á árinu að auglýsa stöðu skólameistara FVA. Ágústa Elín ákvað að kæra ákvörðunina þar sem henni hafi átt að berast tilkynning um ákvörðun ráðherra 30. júní, en að tilkynningin hafi ekki borist formlega fyrr en of seint. Segir á vef DV að ráðherra hafi hringt í Ágústu síðasta dag júnímánaðar, en að tilkynning hafi ekki borist fyrr en degi seinna og svo í ábyrgðarpósti 4. júlí. Kæra Ágústu Elínar sætir flýtimeðferð samkvæmt lögum um einkamál. Á vef ráðuneytisins kemur fram að Lilja hafi farið þess á leit við forsætisráðherra að hann feli öðrum í ríkisstjórn að skipa í embætti skólameistara FVA á grundvelli auglýsingar.
Akranes Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira