Tálsýn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun