Tálsýn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. október 2019 09:30 Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fortíðarþrá einkennir hörðustu andstæðinga göngugatna í miðbænum. Draumsýn þessara einstaklinga er að aðstæður verði eins og þær voru á þeim tíma þegar fjarska auðvelt var að keyra niður Laugaveg, fá þar bílastæði og skreppa í búð. Keyra svo aðeins neðar og leggja bílnum þar og skreppa í enn aðra búð. Lítið þurfti að ganga, bara út úr bílnum og inn í búð og svo út úr búð og aftur í bílinn og í næstu búð. Sannarlega draumalíf bíleigandans. Ekkert óþarfa labb – þarfasti þjónninn tryggði það. Þessir tímar eru ei meir – blessunarlega. Reyndar var umfangsmikil bílaumferð í miðbænum látin viðgangast alltof lengi, með tilheyrandi öngþveiti, mengun og hávaða. Þá var eins og menn væru enn með hugann við gamla tímann þegar fámennið var slíkt að allir gátu farið ferða sinna á bílnum á auðveldan hátt. Mannfjölgun með aukinni bílaumferð gefur ekki lengur rými fyrir leiðangra eins og þá. Miðborg með bílamergð verður heldur aldrei aðlaðandi. Það er staðreynd en ekki falsfrétt illa meinandi meirihluta borgarstjórnar. Draumurinn um miðbæ þar sem bíleigendur geta athafnað sig að vild er því tálsýn. Meirihluti borgarstjórnar gerir sér grein fyrir þessu. Þar er raunsæi við völd. Um leið er auðvelt að hafa samúð með því að meirihlutann skorti þolinmæði gagnvart óraunhæfum sjónarmiðum þeirra sem hatast við göngugötur, sjá engan sjarma við þær og telja þær ekki eiga heima í miðbænum. Hin þrjóskufulla þrá eftir því að hverfa til gamalla tíma einkennir Miðbæjarfélagið sem á dögunum birti auglýsingu í fjölmiðli til að leggja áherslu á andstöðu sína við breytingu Laugavegar í göngugötu. Kappið var reyndar slíkt að á listanum voru nöfn rekstraraðila sem síðar könnuðust alls ekki við að hafa lagt samþykki sitt við boðskapinn. Baráttan gegn göngugötum í miðbænum er dæmd til að mistakast. Hún er tímaskekkja og hugsunin á bak við hana byggist á fortíðarþrá og er algjörlega úr takti við alla skynsemi. Það er furðulegt að stór hópur vilji byggja upp miðbæ þar sem áherslan er á bílaumferð. Umhyggjan fyrir þægindum þeirra sem unna bíl sínum hugástum er að leiða þennan hóp á villigötur. Þegar kemur að uppbyggingu miðbæjarins þá eiga þessar áherslur alls ekki heima þar. Reyndar er það svo að grátkór bíleigenda sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða nákvæmlega þegar þeim hentar er orðinn ansi hvimleiður. Þeim finnst svívirðilega á sér brotið lendi þeir í umferðarteppu á háannatíma og krefjast úrbóta og það strax. Ekkert þýðir að segja þessu fólki að fara í strætó – það hryllir við tilhugsuninni. Sennilega þýðir ekki heldur að benda því góðfúslega á að þegar bílaeigendur leggja af stað í bíl sínum á sama tíma sé óhjákvæmilegt að einhverjar tafir verði á ferð þeirra. Þeim þykir það stórkostlegt óréttlæti. Staðreyndin er hins vegar sú að slíkar tafir liggja í augum uppi og eru ekki stórmál. Taumlaus bílaást kostar einfaldlega sitt
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun