Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2019 07:25 Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag. Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30