Lygilegur aðdragandi handtöku ökuníðings í Grafarvogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2019 15:33 Lögreglumenn höfðu hendur í hári mannsins í Grafarvogi. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59