Skólinn okkar í Staðahverfi Olga B. Gísladóttir skrifar 4. október 2019 10:39 Ágætu borgarfulltrúar. Enn og aftur standa sparnaðarspjótin upp á skólann okkar Korpu. Enn og aftur þjöppum við íbúar í Staðahverfis okkur saman og berjumst fyrir skólamálum í hverfinu okkar. Við erum komin í ágætis æfingu í þessu, sem hlýtur nú að teljast sérstakt. Krafa okkar er einföld. Við viljum einfaldlega að boðið sé upp á þá þá lögbundnu grunnþjónustu í hverfinu okkar, sem grunnskólinn er. Ég telst til frumbyggja í hverfinu, fluttist hingað árið 2000 og á þrjá drengi, fædda 1999, 2003 og 2007. Þegar elsti sonurinn gekk í Korpuskóla var þveröfugt vandamál í gangi, alltof mörg börn, húsnæðið of lítið og gripið var til þess ráðs að hafa færanlegar kennslustofur skólastofur á skólalóðinni, enda vel yfir 200 börn og kennt í 1-10.bekk. Eftir að mygla kom upp í skúrunum var ákveðið að færa unglingastigið „tímabundið“ yfir í Vík, en unglingastigið hefur síðan ekki flust aftur yfir í Korpu. Eins og í öðrum nýjum hverfum koma toppar og lægðir í barneignum þar til hverfi komast í jafnvægi. Ennþá þekkir maður flestalla sem frumbyggja í hverfinu. Börnin eru að eldast og fólk fer að hugsa sér til hreyfings, selja stóru húsin og flytjast í minni íbúðir. Því er mikil skammsýni að leggja niður skólann þegar hann er í lægðinni. Nýjar fjölskyldur með börn munu flytja í hverfið okkar eins og annars staðar. Hver á líka að kaupa stóru húsin okkar ef ekki barnafjölskyldur? Ef skólinn er farinn úr hverfinu er hætt við að við náum ekki að selja húsin okkar og færa okkur í minna og hentugra húsnæði. Við íbúar erum orðin ágætis félagar og vinir. Þegar vegið er að samfélagi okkar og barnanna okkar þá þjöppum við okkur saman, boðum til funda, förum í bardagaklæðin, við gefumst ekki upp. Við erum orðin mjög langþreytt, ég viðurkenni það, en við munum berjast eins og þarf fyrir hjartanu í hverfinu okkar, skóla fyrir börnin okkar. Því þannig viljum við hafa hverfið okkar, líf og fjör, börn að leik, ekki taka þetta af okkur. Þið munið heyra í okkur áfram. Við munum mótmæla, aftur og aftur, eða eins og þarf, þar til þið hættið að skipta ykkur af skólanum í hverfinu okkar. Ég bið ykkur að taka góða ákvörðun og leyfa okkur að hafa skólann okkar áfram. Við erum tilbúin til að vinna með ykkur að góðum lausnum fyrir hverfið. Með vinsemd og virðingu, Olga B. Gísladóttir Íbúi í Staðahverfi, Grafarvogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu borgarfulltrúar. Enn og aftur standa sparnaðarspjótin upp á skólann okkar Korpu. Enn og aftur þjöppum við íbúar í Staðahverfis okkur saman og berjumst fyrir skólamálum í hverfinu okkar. Við erum komin í ágætis æfingu í þessu, sem hlýtur nú að teljast sérstakt. Krafa okkar er einföld. Við viljum einfaldlega að boðið sé upp á þá þá lögbundnu grunnþjónustu í hverfinu okkar, sem grunnskólinn er. Ég telst til frumbyggja í hverfinu, fluttist hingað árið 2000 og á þrjá drengi, fædda 1999, 2003 og 2007. Þegar elsti sonurinn gekk í Korpuskóla var þveröfugt vandamál í gangi, alltof mörg börn, húsnæðið of lítið og gripið var til þess ráðs að hafa færanlegar kennslustofur skólastofur á skólalóðinni, enda vel yfir 200 börn og kennt í 1-10.bekk. Eftir að mygla kom upp í skúrunum var ákveðið að færa unglingastigið „tímabundið“ yfir í Vík, en unglingastigið hefur síðan ekki flust aftur yfir í Korpu. Eins og í öðrum nýjum hverfum koma toppar og lægðir í barneignum þar til hverfi komast í jafnvægi. Ennþá þekkir maður flestalla sem frumbyggja í hverfinu. Börnin eru að eldast og fólk fer að hugsa sér til hreyfings, selja stóru húsin og flytjast í minni íbúðir. Því er mikil skammsýni að leggja niður skólann þegar hann er í lægðinni. Nýjar fjölskyldur með börn munu flytja í hverfið okkar eins og annars staðar. Hver á líka að kaupa stóru húsin okkar ef ekki barnafjölskyldur? Ef skólinn er farinn úr hverfinu er hætt við að við náum ekki að selja húsin okkar og færa okkur í minna og hentugra húsnæði. Við íbúar erum orðin ágætis félagar og vinir. Þegar vegið er að samfélagi okkar og barnanna okkar þá þjöppum við okkur saman, boðum til funda, förum í bardagaklæðin, við gefumst ekki upp. Við erum orðin mjög langþreytt, ég viðurkenni það, en við munum berjast eins og þarf fyrir hjartanu í hverfinu okkar, skóla fyrir börnin okkar. Því þannig viljum við hafa hverfið okkar, líf og fjör, börn að leik, ekki taka þetta af okkur. Þið munið heyra í okkur áfram. Við munum mótmæla, aftur og aftur, eða eins og þarf, þar til þið hættið að skipta ykkur af skólanum í hverfinu okkar. Ég bið ykkur að taka góða ákvörðun og leyfa okkur að hafa skólann okkar áfram. Við erum tilbúin til að vinna með ykkur að góðum lausnum fyrir hverfið. Með vinsemd og virðingu, Olga B. Gísladóttir Íbúi í Staðahverfi, Grafarvogi
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun