Fyrir viku fór Sóli Hólm í Rikka G búninginn og sló rækilega í gegn. Að þessu sinni var Sóli Hólm sjónvarpsmaðurinn Gísli Einars og það í maraþon útsendingu Landans en Landinn á RÚV var í beinni útsendingu í einn sólahring á dögunum.
Meðal gesta í útsendingu Landans var hvítvínskonan sem Hjálmar Örn er líklega þekktastur fyrir.
Gestir þáttarins í kvöld voru þau Hjálmar Örn, Emmsjé Gauti og Salka Sól. Hér að neðan má sjá þessi skemmtilegu atriði.