Valur vann torsóttan sigur á nýliðum Fjölnis, 87-94, en Fjölnismenn leiddu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru svo Valsmenn sterkari og höfðu betur.
Ragnar átti líklega tilþrif leiksins er hann tróð yfir Jere Vucica sem gekk í raðir Fjölnis í sumar. Troðslan var afar smekkleg en Ragnar fékk villu að auki.
Raggi Nat býður Jere Vucica velkominn í Domino's deildina! #dominosdeildin#korfuboltipic.twitter.com/SCYWKNDaT9
— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 3, 2019
Króatinn Jere vildi ekki bara láta muna eftir sér sem leikmaðurinn sem lét troða yfir sig en hann svaraði fyrir sig í síðari hálfleik.
Jere var stigahæstur í liði Fjölnis með 25 stig en að auki tók hann þrettán fráköst. Fín byrjun Króatans.
Jere Vucica svarar fyrir sig. Fjölnismenn leiða 73-70! #dominosdeildin#korfuboltipic.twitter.com/irOqXEXewH
— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) October 3, 2019