Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2019 06:30 Sigurður Halldór Jesson uppskar þakklæti í gær. „Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Það eru allir að hrósa manni og þakka fyrir. Þetta er dulinn hópur og menn hafa ekki mikið viljað koma fram,“ segir Sigurður Halldór Jesson sem í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að hann þarf að nota óhentugri þvagleggi en áður eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands í fyrra. Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. „Fólk er að segja sínar reynslusögur. Það eru greinilega fleiri en ég sem hafa ekki fengið leggina sem þeir voru áður að nota eftir útboðið í fyrra,“ segir Sigurður sem kveður þar um að ræða aðrar tegundir heldur en þá sem hann sjálfur notaði áður. „Það er nánast jöfn skipting karla og kvenna í hópnum og ein skrifaði að hún hefði óttast það í mjög langan tíma að einmitt þetta myndi gerast. Hún þekkti eina sem notar stóma og lenti í niðurskurði hjá Sjúkratryggingum þannig að hún þarf að borga hluta af sínum búnaði sjálf ef hún ætlar að fá að vera með það sem hentar henni,“ segir Sigurður. Það séu því ekki aðeins þvagleggjanotendur sem séu í vanda. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir eina kvörtun hafa borist um þá þvagleggi sem nú séu í boði. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ. Við bendum notendum á þá leið ef þeir hafa samband við okkur vegna vöru sem þeir telja ekki henta sér nægilega vel,“ segir María. Þá kveður María Sjúkratryggingar Íslands harma það ef Icepharma hafi greint viðmælanda Fréttablaðsins rangt frá framkvæmd útboðsins og gildi þeirra tilboða sem bárust. „Staðreyndin er sú að þvagleggir af þeirri tegund sem um er rætt voru ekki boðnir og því ekki unnt að semja um kaup á þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30