Þykir líklegt að Íslendingar eigi þátt í tölvuinnbrotum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 19:21 Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann. Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Íslenskur netöryggissérfræðingur telur líklegt að Íslendingar eigi þátt í hrinu umfangsmikilla tölvuinnbrota hjá fyrirtækjum undanfarið. Þá séu líkur á að innbrot af þessu tagi verði algengari þar sem þjófarnir eygi mikla gróðavon í þeim. Fréttastofa Stöðvar sagði frá því í kvöld að erlendir tölvuþrjótar sviku nærri því níu hundruð milljónir króna út úr móðurfyrirtæki Rúmfatalagersins í fyrra. Málið teygi anga sína til Asíu. Skammt er síðan greint var frá svipuðu innbroti þar sem um fjögur hundruð milljónir voru sviknar út úr HS Orku. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segist spyrja sig að því hvort að ekki sé líklegt að Íslendingar komi nálægt svikum af þessu tagi. „Ég hef ekki trú á því að Google Translate sé það gott í dag að það geti skilað af sér óaðfinnanlegri íslensku með okkar flóknu málfræði,“ segir Valdimar og vísar til þess að svikapóstar tölvuþrjóta séu orðnir fágaðri en þeir voru áður. Spurður að því hvort að þjófnaðir og svik af þessu tagi verði algengari segist Valdimar hafa trú á því enda sé eftir miklu að slægjast fyrir þjófana, sérstaklega ef þeir koma frá löndum þar sem mann hafa ekki mikið umleikis. „Ég tala ekki um þessar upphæðir sem við erum að tala um í dag í hundruðum milljóna,“ segir hann. Tilhneiging sé hjá fyrirtækjum að vilja ekki segja frá því þegar þau verða fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Valdimar segir hins vegar að það yrði til bóta að opna umræðugrundvöll svo fyrirtæki geti lært hvert af öðru. „Oft eru þetta sömu mistökin sem eiga sér stað hjá mismunandi fyrirtækjum. Ef að eitt fyrirtæki verður fyrir barðinu á tölvuþrjótum þá væri gott að reyna að vara aðra við gagnvart sams konar broti,“ segir hann.
Lögreglumál Netöryggi Tengdar fréttir Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00 Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Tölvuþrjótar sviku nærri 900 milljónir út úr móðurfélagi Rúmfatalagersins Erlendir tölvuþrjótar sviku nærri níu hundruð milljónir út úr fyrirtækinu Lagerinn Iceland á síðasta ári en fyrirtækið á og rekur meðal annars Rúmfatalagerinn. Þetta er eitt stærsta mál sinnar tegundar sem komið hefur upp á Íslandi. 3. október 2019 18:00
Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda. 3. október 2019 21:15