Segir skort á samráði vegna áforma um urðunarskatt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 15:06 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira