Segir skort á samráði vegna áforma um urðunarskatt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 15:06 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað. Aldís gagnrýndi áformin í opnunarávarpi sínu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í morgun. „Umhverfisráðherra hefur boðað frumvarp þar sem hann leggur til urðunarskatt þannig að það verði lagt á sérstakt gjald,“ segir Aldís í samtali við fréttastofu. „Samkvæmt okkar upplýsingum erum við að tala um sjö krónur og fimm aura á kíló þess úrgangs sem fer til urðunar. Hugsunin er auðvitað að mynda einhvers konar pressu á íbúa að flokka betur og hætta að senda sorp til urðunar, á meðan við sveitarfélögin segjum að akkúrat núna þá er ekki tæknibúnaður með þeim hætti að við getum haft skattinn þannig að hver borgi bara fyrir það sorp sem hann sendi.“ Þá telur hún að það hefði átt að hafa meira samráð við sveitarfélögin. „Um það með hvaða hætti við gætum í sameiningu, ríki og sveitarfélög, farið í þá vegferð að minnka neyslu, auka flokkun og þar af leiðandi að minnka það sem fer til urðunar,“ segir Aldís. Þá séu þessi áform ekki í neinu samráði við Lífskjarasamningana svokölluðu þar sem loforð voru gefin um að hækka ekki gjaldskrár umfram 2,5%. Með urðunarskattinum sé sveitarfélögunum gert ókleyft að standa við það markmið.Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem nú stendur yfir á Hilton Hotel Nordica.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson svaraði gagnrýni Aldísar ávarpi sínu á fjármálaráðstefnunni í morgun þar sem hann sagði málið fyrst og fremst snúa að því markmiði að gera minna af því að urða en ekki því að vera tekjuöflun fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir urðunarskattinum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist hafa fundið fyrir því í kjördæmavikunni sem nú er að ljúka að sveitarstjórnarfólk kallar eftir auknu samráði um þetta. „Ég held að öll þessi urðunarmál og úrgangsmál krefjist þess að við setjumst niður og finnum svona meiri sameiginlegar lausnir. Þetta er vissulega á verksviði sveitarfélaganna en ég held að það myndi hjálpa málaflokknum og okkur íbúum landsins mjög ef að við værum með meiri samræmdar aðgerðir á landsvísu um hvernig við ætlum að leysa það,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2020 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira