Hvort Píratar eða VG hafi betri stefnu í hryðjuverkamálum Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 14:57 Félagsvísindastofnun spyr meðal annars um það hvaða stjórnmálaflokkur hafi bestu stefnuna í vörnum gegn hryðjuverkum. AP/Sam Clack Í þessu eldhúsi er verið að kokka einhvern ógeðisdrykk, segir dyggur lesandi Vísis. Hann hafði samband við ritstjórn og var ekki skemmt vegna skoðanakönnunar sem hann fékk í vikunni til úrlausnar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Honum þótti spurningarnar hinar undarlegustu. Þar var honum meðal annars gert að taka afstöðu til spurningarinnar hvort hann myndi vilja bjarga mannslífi ef það kostaði 1,5 milljarð? Maðurinn sagðist hafa skrifað harðorða athugasemd til Félagsvísindastofnunar vegna þessa. Hann telur hugsanlegt að þarna sé einhver stjórnmálaflokkur eða samtök að fiska í gruggugum sjó því meðal þess sem spurt er um er hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi hann telji hafa bestu stefnu til að sporna við hryðjuverkum á Íslandi.Dæmi um úrlausnarefni fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni.Svo eru þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á þingi taldir upp. Á almenningur, eins og málum er háttað, að hafa skoðun á því hvort VG eða Píratar hafi „betri“ stefnu í vörnum gegn hryðjuverkum? Spurði viðmælandi Vísis forviða. En, hann er í svokölluðum netpanel, rafrænu úrtaki, hópi fólks sem svarar reglulega skoðanakönnunum á netinu.Alþjóðleg könnun um afstöðu til hryðjuverka Vísir setti sig í samband við Félagsvísindastofnun og spurði hvað væri í pípunum? Fyrir svörum var sjálfur panelstjórinn Ævar Þórólfsson. Hann kannaðist við þessa tilteknu könnun en hafði hana þó ekki á sínum snærum. En, vissi þó að um var að ræða könnun sem tengdist alþjóðlegu samstarfi. Og úrtakið væri stórt eða um sex þúsund manns.Viðmælandi Vísis taldi að þarna væri heldur betur verið að fiska í gruggugum sjó.„Þetta er könnun um afstöðu fólks til hryðjuverka og allskonar mála tengdum hryðjuverkum. Ef ég man rétt er þetta lagt fyrir eins í mörgum löndum og þá fókuserað á Norðurlöndin. Þetta eru allskonar spurningar sumar sem manni finnst kannski skrítnar; hvernig á þetta við um íslenskt samfélag?“ segir Ævar. Og tekur undir með það að þessar tilteknu spurningar kunni að hljóma torkennilega í íslensk eyru.Félagsvísindastofnun framkvæmdaaðili Ævar bendir á að þegar svo háttar til, að um alþjóðlegt samstarf er að ræða þá hafi þau hjá Félagsvísindastofnuninni minni stjórn á því um hvað og hvernig væri spurt. „Við erum bara framkvæmdaaðili,“ segir Ævar sem telur víst að þessi tiltekni spurningavagn sé að til kominn vegna milligöngu einhvers kennara við Háskólann. Ævar segir að það sé mikið í gangi hjá Félagsvísindastofnun, þar séu fjórtán starfsmenn sem sinna meðal annars gerð og framkvæmd kannana sem séu tengd styrkjum sem kennarar hafi fengið, eða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Öll verkefni eru útseld, stofnunin er ekki á fjárlögum en minna sé um það hjá Félagsvísindastofnun en öðrum fyrirtækjum á þessu sviði að stjórnmálaflokkar kaupi hjá þeim kannanir.* Uppfært 16:40Umrædd könnun tengist verkefni sem þrír fræðimenn við Félagssvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra fengu styrk til að rannska, sem nemur 120 milljónum frá Nordforsk; áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands á sínum tíma kom fram að af heildarstyrk til verkefnisins komi 32,5 milljónir í hlut Háskóla Íslands, en meðal aðstandenda þess eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Hryðjuverk í Evrópu Skóla - og menntamál Varnarmál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Í þessu eldhúsi er verið að kokka einhvern ógeðisdrykk, segir dyggur lesandi Vísis. Hann hafði samband við ritstjórn og var ekki skemmt vegna skoðanakönnunar sem hann fékk í vikunni til úrlausnar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Honum þótti spurningarnar hinar undarlegustu. Þar var honum meðal annars gert að taka afstöðu til spurningarinnar hvort hann myndi vilja bjarga mannslífi ef það kostaði 1,5 milljarð? Maðurinn sagðist hafa skrifað harðorða athugasemd til Félagsvísindastofnunar vegna þessa. Hann telur hugsanlegt að þarna sé einhver stjórnmálaflokkur eða samtök að fiska í gruggugum sjó því meðal þess sem spurt er um er hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi hann telji hafa bestu stefnu til að sporna við hryðjuverkum á Íslandi.Dæmi um úrlausnarefni fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni.Svo eru þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á þingi taldir upp. Á almenningur, eins og málum er háttað, að hafa skoðun á því hvort VG eða Píratar hafi „betri“ stefnu í vörnum gegn hryðjuverkum? Spurði viðmælandi Vísis forviða. En, hann er í svokölluðum netpanel, rafrænu úrtaki, hópi fólks sem svarar reglulega skoðanakönnunum á netinu.Alþjóðleg könnun um afstöðu til hryðjuverka Vísir setti sig í samband við Félagsvísindastofnun og spurði hvað væri í pípunum? Fyrir svörum var sjálfur panelstjórinn Ævar Þórólfsson. Hann kannaðist við þessa tilteknu könnun en hafði hana þó ekki á sínum snærum. En, vissi þó að um var að ræða könnun sem tengdist alþjóðlegu samstarfi. Og úrtakið væri stórt eða um sex þúsund manns.Viðmælandi Vísis taldi að þarna væri heldur betur verið að fiska í gruggugum sjó.„Þetta er könnun um afstöðu fólks til hryðjuverka og allskonar mála tengdum hryðjuverkum. Ef ég man rétt er þetta lagt fyrir eins í mörgum löndum og þá fókuserað á Norðurlöndin. Þetta eru allskonar spurningar sumar sem manni finnst kannski skrítnar; hvernig á þetta við um íslenskt samfélag?“ segir Ævar. Og tekur undir með það að þessar tilteknu spurningar kunni að hljóma torkennilega í íslensk eyru.Félagsvísindastofnun framkvæmdaaðili Ævar bendir á að þegar svo háttar til, að um alþjóðlegt samstarf er að ræða þá hafi þau hjá Félagsvísindastofnuninni minni stjórn á því um hvað og hvernig væri spurt. „Við erum bara framkvæmdaaðili,“ segir Ævar sem telur víst að þessi tiltekni spurningavagn sé að til kominn vegna milligöngu einhvers kennara við Háskólann. Ævar segir að það sé mikið í gangi hjá Félagsvísindastofnun, þar séu fjórtán starfsmenn sem sinna meðal annars gerð og framkvæmd kannana sem séu tengd styrkjum sem kennarar hafi fengið, eða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Öll verkefni eru útseld, stofnunin er ekki á fjárlögum en minna sé um það hjá Félagsvísindastofnun en öðrum fyrirtækjum á þessu sviði að stjórnmálaflokkar kaupi hjá þeim kannanir.* Uppfært 16:40Umrædd könnun tengist verkefni sem þrír fræðimenn við Félagssvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra fengu styrk til að rannska, sem nemur 120 milljónum frá Nordforsk; áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands á sínum tíma kom fram að af heildarstyrk til verkefnisins komi 32,5 milljónir í hlut Háskóla Íslands, en meðal aðstandenda þess eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Hryðjuverk í Evrópu Skóla - og menntamál Varnarmál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira