Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Björn Þorfinnsson skrifar 3. október 2019 06:00 Kostnaðaráætlun samin innan Upphafs vegna Hafnarbrautar 12 var verulega vanmetin. Framkvæmdastjóri Ferils verkfræðistofu segir að kostnaðaráætlun sem fyrirtækið vann fyrir Upphaf fasteignafélag vegna verkefnis á Kársnesi standist og sé í takt við framvindu verksins. Mat fyrirtækisins hafi verið virt að vettugi og farið eftir annarri kostnaðaráætlun sem samin var innan Upphafs. Sú kostnaðaráætlun hafi verið verulega vanáætluð. Í byrjun vikunnar var greint frá því að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA, það er GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, hafi verið umtalsvert verri en gert var ráð fyrir. Um síðustu áramót var eigið fé GAMMA: Novus sagt vera 4,4 milljarðar króna en það var lækkað niður í 42 milljónir króna í vikunni. Helsta eign GAMMA: Novus er Upphaf fasteignafélag. Í tilkynningu sem GAMMA sendi frá sér vegna hinna válegu tíðinda kom fram að verulegar eignir væru í félaginu, meðal annars 277 íbúðir í byggingu. Stórt stak í því mengi er bygging 129 íbúða við Hafnarbraut 12 á Kársnesi. Samkvæmt áætlunum átti sala að hefjast á fyrstu íbúðunum í haust en ljóst er að töf verður á því. Í tilkynningu GAMMA kom fram að kostnaður við framkvæmdir verkefna Upphafs, þar á meðal við Hafnarbraut 12, hafi verið vanmetinn og að raunframvinda verkefna félagsins hafi verið ofmetin. Verkfræðistofunni Ferli var falið að gera kostnaðaráætlun vegna Hafnarbrautar 12 fyrir stjórnendur Upphafs. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki höfð til hliðsjónar þegar verkefnið var kynnt fjárfestum. Þá kom fram í frétt Markaðarins í vikunni að til stæði að kanna greiðslur til félaga sem komu að verkefnum Upphafs, meðal annars verkfræðistofunnar, vegna vafa um hvort eðlilega hafi verið að þeim staðið. „Við vísum því alfarið á bug að óeðlilegar greiðslur hafi borist til okkar og skiljum ekki hvaðan sú umræða kemur. Það er rétt að við gerðum kostnaðaráætlun vegna verkefnisins á Hafnarbraut. Sú kostnaðaráætlun er raunsæ en það var ekki farið eftir henni. Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðaráætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi,“ segir Ásmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar. Máni Atlason, nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Nýir stjórnendur séu að rannsaka, með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga eftir því sem við á, hvað hafi farið úrskeiðis. „Við höfum upplýst fjárfesta sjóðanna um hver staðan er og okkar vinna er að reyna að verja virði þeirra eigna sem eru í félaginu,“ segir Máni. Hann vildi ekki svara spurningu um hvort fyrri stjórnendur hefðu gerst sekir um saknæmt athæfi. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Markaðir Skipulag Tengdar fréttir Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ferils verkfræðistofu segir að kostnaðaráætlun sem fyrirtækið vann fyrir Upphaf fasteignafélag vegna verkefnis á Kársnesi standist og sé í takt við framvindu verksins. Mat fyrirtækisins hafi verið virt að vettugi og farið eftir annarri kostnaðaráætlun sem samin var innan Upphafs. Sú kostnaðaráætlun hafi verið verulega vanáætluð. Í byrjun vikunnar var greint frá því að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA, það er GAMMA: Novus og GAMMA: Anglia, hafi verið umtalsvert verri en gert var ráð fyrir. Um síðustu áramót var eigið fé GAMMA: Novus sagt vera 4,4 milljarðar króna en það var lækkað niður í 42 milljónir króna í vikunni. Helsta eign GAMMA: Novus er Upphaf fasteignafélag. Í tilkynningu sem GAMMA sendi frá sér vegna hinna válegu tíðinda kom fram að verulegar eignir væru í félaginu, meðal annars 277 íbúðir í byggingu. Stórt stak í því mengi er bygging 129 íbúða við Hafnarbraut 12 á Kársnesi. Samkvæmt áætlunum átti sala að hefjast á fyrstu íbúðunum í haust en ljóst er að töf verður á því. Í tilkynningu GAMMA kom fram að kostnaður við framkvæmdir verkefna Upphafs, þar á meðal við Hafnarbraut 12, hafi verið vanmetinn og að raunframvinda verkefna félagsins hafi verið ofmetin. Verkfræðistofunni Ferli var falið að gera kostnaðaráætlun vegna Hafnarbrautar 12 fyrir stjórnendur Upphafs. Sú kostnaðaráætlun var þó ekki höfð til hliðsjónar þegar verkefnið var kynnt fjárfestum. Þá kom fram í frétt Markaðarins í vikunni að til stæði að kanna greiðslur til félaga sem komu að verkefnum Upphafs, meðal annars verkfræðistofunnar, vegna vafa um hvort eðlilega hafi verið að þeim staðið. „Við vísum því alfarið á bug að óeðlilegar greiðslur hafi borist til okkar og skiljum ekki hvaðan sú umræða kemur. Það er rétt að við gerðum kostnaðaráætlun vegna verkefnisins á Hafnarbraut. Sú kostnaðaráætlun er raunsæ en það var ekki farið eftir henni. Stjórnendur Upphafs sömdu aðra kostnaðaráætlun innanhúss sem hefur ráðið för og virtu okkar mat að vettugi,“ segir Ásmundur Ingvarsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar. Máni Atlason, nýráðinn framkvæmdastjóri GAMMA, segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Nýir stjórnendur séu að rannsaka, með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga eftir því sem við á, hvað hafi farið úrskeiðis. „Við höfum upplýst fjárfesta sjóðanna um hver staðan er og okkar vinna er að reyna að verja virði þeirra eigna sem eru í félaginu,“ segir Máni. Hann vildi ekki svara spurningu um hvort fyrri stjórnendur hefðu gerst sekir um saknæmt athæfi.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Markaðir Skipulag Tengdar fréttir Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00 Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00
Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. 2. október 2019 13:00
Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00